Hús dagsins: Norðurgata 58

Í fundargerðum Bygginganefndar Akureyrar eru ekki höfð mörg um Norðurgötu 58.P4220998 Aðeins er minnst á, að Stefán Magnússon og Hermann Stefánsson fái lóðirnar þ. 12. mars 1948 og hálfum öðrum mánuði síðar, 24. apríl fá þeir byggingarleyfi. Húsinu er ekki lýst sérstaklega. Upplýsingar um teikningar eða hönnuð liggja ekki fyrir á kortavef, en þar má hins vegar finna raflagnateikningar Gústavs Jónssonar af Norðurgötu 58, frá 1949.

Norðurgata 58 er tvílyft steinhús með lágu valmaþaki. Útskot er norðanmegin að framan (vestan) og svalir til suðurs áfastar því. Bárujárn er á þaki, veggir múrsléttaðir og einfaldir,lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum í flestum gluggum.

Þegar heimilisfanginu „Norðurgötu 58“ er flett upp á timarit.is birtast 33 niðurstöður. Sú elsta er frá júní 1951, þegar tilkynnt er um brúðkaup þeirra Hermanns Stefánssonar og Kristínar Friðbjarnardóttur. Hermann (d.2010), sem starfaði lengst af sem bifreiðarstjóri,  var fæddur á Ásgarði á Svalbarðsströnd en þar stundaði faðir hans búskap. Stefán Magnússon var hins vegar fæddur hinu megin við Eyjafjörðinn, eða í Ytri Skjaldarvík árið 1901. Hann stundaði sem áður segir búskap í Ásgarði en vann ýmis störf, titlaður verkamaður, eftir að brá búi.  Þeir feðgar bjuggu  í húsinu með fjölskyldum sínum um árabil. Hafa síðan margir búið hér og átt íbúðir, en húsið mun alla tíð hafa verið tvíbýli með einni íbúð á hvorri hæð.  Árið 1973 var reistur bílskúr á lóðinni, eftir teikningum Tómasar Búa Böðvarssonar.

Húsið er í mjög góðri hirðu og líkast til lítið breytt frá upphaflegri gerð. Lóð er einnig vel hirt og frágangur allur hinn snyrtilegasti. Húsið tekur, sem hornhús, þátt í götumynd Grenivalla og Norðurgötu. Líkt og húsin við Norðurgötu norðan Eyrarvegar er húsið hluti mikillar þyrpingar tveggja hæða steinhúsa frá miðri síðustu öld. Húsin eru langflest svipuð, nokkurn vegin ferningslaga að grunnfleti með útskotum og svölum og ýmist með háum eða lágum valmaþökum. Oftar en ekki prýða lóðirnar gróskumikil tré. Þessi torfa samanstendur af nokkrum götum og er mjög gott dæmi um vel heppnað skipulag með samræmdu yfirbragði byggðar.

Höfundi er ekki kunnugt um, að húsakönnun hafi verið unnin um Norðurgötu norðan Eyrarvegar, eða þennan hluta Oddeyrar yfirleitt, svo ekki liggur ekki fyrir hér hvort húsið hafi varðveislugildi. Það er hins vegar eindregið álit þess sem þetta ritar, að öll Norðurgatan skuli njóta óskoraðs varðveislugildis. Þ.á.m. hin langa og heilsteypta röð steinhúsa í funkisstíl frá miðri 20. öld, norðan Eyrarvegar. Sú röð er raunar, sem áður segir einnig hluti og eiginlega miðja fyrrgreindrar steinhúsaþyrpingar,  sem mætti segja að afmarkist af norðurhluta Ránargötu í austri, hluta Grenivalla í norðri, Reynivalla í vestri og eystri hluta Eyrarvegar í suðri. Myndin er tekin þann 22. apríl 2021.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1090, 12. mars 1948. Fundur nr. 1092, 24. apríl 1948. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 24
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 515
  • Frá upphafi: 436910

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 346
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband