Hús dagsins: Ránargata 16

Næstu vikur mun ég fjalla um ytri hluta Ránargötu, þ.e. númer 16-31. Sá sem kannar þessa síðu betur kemst fljótt að því, að hér hefur verið fjallað um hús nr. 1-14. Hvað með Ránargötu 15 ? Við því er einfalt svar: Ránargata 15 er ekki til. Hvers vegna veit ég ekki, en  sunnan Eyrarvegar standa við Ránargötu, nr. 13 (vestan megin) og nr. 14. Norðan gatnamótana standa Eyrarvegur 31 og 33 og norðan þeirra 16 og 17. Hér er Ránargata 16. 

Ránargötu 16  reistu þeir Sverrir Árnason og Garðar Magnússon árið 1947. Í bókunumP5010995 Bygginganefndar fylgir ekki lýsing á húsinu, aðeins tekið fram, að húsið byggi þeir samkvæmt meðfylgjandi teikningum. En þær teikningar gerði Guðmundur Magnússon. Þar má m.a. sjá að grunnflötur er 11x14m og kjallari er undir hálfu húsinu.

Ránargata 16 er tvílyft steinsteypuhús með lágu valmaþaki. Veggir eru múrsléttaðir, bárujárn á þaki og einfaldir, lóðréttir póstar í gluggum. Á framhlið eru tvennar inngöngudyr hlið við hlið og þær rammaðar inn með steyptu bogadregnu skýli.

Frá upphafi hefur húsið verið tvíbýli, ein íbúð á hvorri hæð og hafa margir búið hér um lengri tíma. Sverrir Árnason  og Andrea G. Jónsdóttir bjuggu hér um áratugaskeið. Sverrir var fæddur á Svalbarðseyri en Andrea var frá Stokkseyri.  Sverrir nam ketil- og plötusmíði og átti langan og glæstan starfsferil sem járnsmiður, tók m.a. þátt í smíðum fyrstu stálskipa hér á landi.  starfaði m.a. hjá Slippstöðinni og rak lengi vel eigin járnsmiðju, Járnsmiðjuna Mjölni. Svo fátt eitt sé nefnt. Faðir Sverris, Árni Valdimarsson, reisti árið 1923 Norðurgötu 30 og mun Sverrir hafa alist þar upp. Við heimildaöflun fyrir þessi skrif slær höfundur ætíð heimilisföngunum upp í gagnagrunninum timarit.is. Við „Ránargötu 16“ koma upp 160 niðurstöður, sem er umtalsvert þegar í hlut á íbúðarhús. Þetta skýrist auðvitað af því, að í Reykjavík er einnig Ránargata 16- og einnig á Siglufirði. Húsið á semsagt tvo „alnafna“ ef svo mætti segja. En fyrsta heimildin sem birtist um Ránargötu 16 í bæjarblöðum Akureyrar er frá nóvember 1953, þar sem auglýst er eftir rauðum gardínukappa í óskilum. Væntanlega voru það Andrea og Sverrir sem söknuðu þess gardínukappa, enda þótt það komi hvergi fram. Húsið er líklega að mestu óbreytt frá upphaflegri gerð, að ytra byrði, en hefur líkast til alltaf hlotið hina bestu umhirðu.

Ránargata 16 er traustlegt og reisulegt hús og í mjög góðri hirðu. Húsið er hluti nokkuð langrar og heilsteyptrar raðar tveggja hæða steinhúsa frá miðri síðustu öld, sem spannar Ránargötu norðan Eyrarvegar. Enda þótt húsin séu eins misjöfn og þau eru mörg og gjörólík innbyrðis er meginformið nokkurn vegin það sama, tvær hæðir, grunnflötur nokkurn veginn ferningslaga og valmaþök. Þessi húsaröð við Ránargötuna liggur  samsíða og austan við sams konar húsaröð við Norðurgötu. Austan við, við Ægisgötu eru húsin hins vegar lágreistari og er þar um að ræða aðra, einstaka þyrpingu. Það er álit þess sem þetta ritar, að þessar raðir og einstök hús innan þeirra séu vel þess virði, að hljóta einhvers konar varðveislugildi. En það er auðvitað aðeins persónuleg skoðun höfundar, ekki sérfræðiálit. Meðfylgjandi mynd er tekin þ. 1. maí 2021.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1076, 25. apríl 1947. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband