Hús dagsins: Grímsstaðir í Glerárþorpi (Háhlíð 3)

Um daginn lauk hér umfjöllun um hús við Norðurgötu. Næst á dagskrá er nyrðri hluti Ránargötu, sem er næsta gatan austan við á Oddeyrinni. Reikna ég með að ágúst og september verði helgaðir henni. Þá mun væntanlega Ægisgatan verða næst og Eyrarveginn reikna ég með að taka fyrir síðustu vikur ársins og fyrstu vikur ársins 2022. (Það er kannski ágætt að geta boðið upp á einhvern fyrirsjáanleika hér á þessum vettvangi, nú þegar veiruófétið hefur enn og aftur gert allt sem kallast getur fyrirsjáanleiki, almennt í þjóðfélaginu, að engu ). En áður en við höldum í Ránargötu skjótumst við norður yfir Glerá, að einu gömlu býla Glerárþorps...

Melgerðisás nefnist aflangt klapparholt neðarlega í Glerárþorpi.P5010015 Ásinn liggur fáeina hundruð metra frá gilkjafti til norðausturs neðra Glerárgils. Um Melgerðisásinn liggur gatan Háhlíð og við hana, númer þrjú, stendur húsið Grímsstaðir. Grímsstaði reistu reistu þau Arngrímur Jónsson og Sigríður Jónsdóttir árið 1929. Ekki gat sá sem þetta ritar fundið byggingarleyfi eða teikningar, enda var Melgerðisásinn langt utan lögsögu Bygginganefndar Akureyrar, þó ekki bókstaflega, því að mörkum Glerárþorps og Akureyrar, þ.e.a.s. Glerá voru aðeins 100 metrar. (Og eru að sjálfsögðu, en Glerárþorp hefur tilheyrt Akureyrar í hartnær sjötíu ár). Húsið mun í upphafi hafa verið nokkuð minna en það er nú, en austasti hlutinn virðist vera viðbygging. Á kortavef Akureyrar finnast engar teikningar af Grímsstöðum neinar teikningar, hvorki af upprunalegu húsi né viðbyggingu.

Grímsstaðir er einlyft steinhús með lágu risi og á lágum kjallara, um 7x10m að grunnfleti. Þverpóstar eru í gluggum, veggir múrsléttaðir og bárujárn á þaki.

Þau Sigríður og Arngrímur höfðu áður búið á öðru býli í Glerárþorpi, Sandgerði, áður en þau byggðu á Grímsstöðum. Hann var frá Holtakoti í Reykjahverfi en hún úr Öxnadalnum, nánar tiltekið frá Geirhildargörðum. Í ársbyrjun 1931, rétt rúmu ári eftir að húsið á Grímsstöðum var risið af grunni vildi sá voveiflegi atburður til, að  Arngrímur Jónsson lést í  vinnuslysi  í verksmiðju Gefjunar á Gleráreyrum.  Sigríður bjó hér með fimm börn þeirra áfram eftir lát hans. Hún starfaði einnig á Gefjun um langt árabil. Ekki fer mörgum skráðum sögum af miklum bústofni á Grímsstöðum en væntanlega hefur Sigríður  haft fáeinar skepnur. Þéttbýlismyndun hófst í Glerárþorpi nokkurn veginn jafn skjótt og það rann inn í Akureyri, einna fyrst neðst og syðst. Það var hins vegar ekki fyrr en upp úr 1980 að gatan Háhlíð tók að byggjast. Hlutu Grímsstaðir númerið 3 við þá götu. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús, einbýli en mögulega hafa að fleiri en ein fjölskylda hafi búið þarna samtímis á einhverju tímabili. Á síðari hluta 9. áratugarins var starfrækt þarna keramikvinnustofa.

Grímsstaðir eru einfalt og látlaust hús en engu að síður til prýði í umhverfinu. Húsið er í mjög góðri hirðu og frágangur húss og lóðar allur hinn snyrtilegasti. Líkt og gengur og gerist með gömlu býli Glerárþorps fylgir húsinu stór lóð og er hún mjög gróskumikil og í mjög góðri hirðu. Síðuhafi veit ekki til þess, að húsakönnun hafi verið unnin fyrir þetta svæði og er því ekki kunnugt um hugsanlegt varðveislugildi hússins. Hins vegar telur síðuhafi, að Grímsstaðir og öll gömlu býli Glerárþorps eigi að hljóta óskorað varðveislugildi, ef ekki friðun. Myndin er tekin fyrir tæpum áratug, 1. maí 2012, og hefur áður birst hér, þegar síðuhafi tók nokkur Glerárþorpsbýli fyrir á „hundavaði“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 51
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 315
  • Frá upphafi: 420253

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 220
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband