Hús dagsins: Ránargata 24

Sumarið 1950 fékk Þorsteinn Jónsson lóð og byggingarleyfi við Ránargötu 24. P5010989Fékk hann að reisa hús samkvæmt meðfylgjandi teikningum Sigurðar Hannessonar. Fékk hann einnig að gera á húsi sínu smávægilegar breytingar, sem fólust í því, að breyta gluggum og setja sérinngang í íbúðir á hvorri hæð. Teikningarnar að húsinu gerði Sigurður Hannesson. Upprunalegar teikningar liggja ekki fyrir, en árið 2005 var húsið mælt og teiknað upp af Eiríki Jónssyni, vegna eignaskiptayfirlýsingar.

Ránargata 24 er tvílyft steinhús með valmaþaki. Lóðréttir póstar eru í gluggum, bárujárn á þaki og veggir múrsléttaðir. Syðst á vesturhlið er mjótt útskot og svalir áfastar því, á til vesturs. Grunnflötur hússins er 11,50x8,80m, metrabreitt útskot á vesturhlið 4,45m á lengd. 

Þorsteinn Jónsson verkstjóri frá Engimýri í Öxnadal og Sigrún Ingibjörg Björnsdóttir frá Skagafirði sem byggðu húsið, bjuggu hér um áratugaskeið, eða allt til dánardægra. Hann lést 1968 en hún árið 1984. Þegar heimilisfanginu er flett upp á timarit.is birtast u.þ.b. 25 niðurstöður í Akureyrarblöðunum. Árið 1975 kom upp eldur í húsinu en til allrar hamingju urðu skemmdir ekki miklar af völdum eldsins, sem var bundinn við baðherbergi.

Húsið er reisulegt og í mjög góðri hirðu og  mikillar prýði í umhverfinu, hinni geðþekku götumynd Ránargötu og sama á við um lóðina, sem er snyrtileg og vel hirt. Þá setur skrautlegur, steyptur veggur á lóðarmörkum með einhvers konar tíglamynstri skemmtilegan svip á umhverfið. Tvær íbúðir eru í húsinu og hefur svo verið frá upphafi. Myndin er tekin þann 1. maí 2021. 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1948-57. Fundur nr.1123, 16. júní 1950. Fundur nr.1125, 11. ágúst 1950. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 28
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 477
  • Frá upphafi: 436816

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 306
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband