Miðgarðakirkja 1867-2021

Þetta eru hræðilegar fréttir og mikið tjón, sem að mörgu leyti fæst engan veginn bætt. Í kirkjum eru að öllu jöfnu ómetanlegir og einstakir gripir og Miðgarðakirkja mun þar engin undantekning. En fyrir öllu er, að ekki varð manntjón. Timburhús, yfir 150 ára gömul, eins og Miðgarðakirkja var, eru eldhafi því miður afar auðveld og fljótunnin bráð. Enda mun kirkjan hafa fuðrað upp á innan við hálftíma. Í einhverjum fréttum skildist mér, að eldsupptök séu talin út frá gamalli rafmagnstöflu. Þær geta svo sannarlega verið varasamar, ef þær slá ekki út við útleiðslu eða bilanir. Kannski væri ráð, að gamlar timburkirkjur væru almennt búnar vatnsúðarakerfi eða einhverju slíku...(e.t.v. er það þó hægara sagt en gert)

Lengi hefur það verið á langtímaplönum hjá mér, að gera mér ferð út í Grímsey- sem er auðvitað eitt af hverfum Akureyrar- og ljósmynda þar m.a. Miðgarðakirkju og hún yrði "Hús dagsins". Af því verður víst ekki úr þessu cry. En hér er hins vegar mjög ítarleg umfjöllun um Miðgarðakirkju úr bókaflokknum Kirkjur Íslands. Höfundar eru Katrín Gunnarsdóttir, Guðmundur L. Hafsteinsson, Þóra Kristjánsdóttir og Gunnar Bollason

 


mbl.is Grímseyjarkirkja brunnin til grunna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 311
  • Frá upphafi: 420186

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 224
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband