Hús dagsins: Ránargata 25

Ránargötu 25 reistu þeir Anton og Guðmundur Finnssynir árið 1952. Fengu þeir lóð og byggingarleyfi samkvæmt meðfylgjandi teikningum. P5010987En umræddar teikningar gerði Gunnar Sigurjónsson.

Ránargata 25 er tvílyft steinsteypuhús með tiltölulega háu valmaþaki. Útskot er til austurs og suðurs og á suðurhlið eru svalir  vestur úr kverkinni á milli. Veggir eru múrsléttaðir, bárujárn á þaki og lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum í flestum gluggum.

Anton og Guðmundur Finnssynir voru tveir af 20 systkinum frá Ytri-Á við Ólafsfjörð, synir þeirra Finns Björnssonar og Mundínu Þorláksdóttur. Segja má, að þau Finnur og Mundína hafi orðið landsfræg fyrir þetta mikla barnalán, en börnin 20 eignuðust þau á 28 árum eða frá 1917 til 1945. Á síðasta ári kom einmitt út bókin „Á Ytri Á“ eftir Óskar Þór Halldórsson, sem segir frá lífshlaupi þeirra og afkomenda sem, eins og gefur að skilja, eru orðnir fjölmargir.

Anton Baldvin Finnsson (1920-2014) var skipasmiður og vann í Slippnum um áratugaskeið, en vann áður um skamma hríð hjá hinum valinkunna Nóa Kristjánssyni eða Nóa bátasmið. Kona hans var Steinunn Ragnheiður Árnadóttir (1920-2017). Guðmundur Sigurjón Finnsson (1925-2009)var bifvélavirki og vann lengi vel hjá Vegagerðinni. Hann var kvæntur Stefaníu Guðlaugu Steinsdóttur (1928-2007), frá Stíflu í Skagafirði . Þau fluttu árið 1966 til Borgarness, þar sem Guðmundur gerðist verkstæðisstjóri hjá Vegagerðinni. Anton og Steinunn bjuggu hér nánast alla sína tíð og skemmst er frá því að segja, að húsið er enn að hluta í eigu sömu fjölskyldu og núverandi eigandi neðri hæðar og íbúi er Jóhanna Maríanna, dóttir þeirra Antons og Steinunnar. Tvær íbúðir eru í húsinu, ein á hvorri hæð og hefur svo verið frá upphafi.

Húsið er í mjög góðri hirðu og hefur alla tíð hlotið fyrirtaks viðhalds, auk þess sem lóð er vel gróin og hirt. Ber þar mikið á gróskumiklu reynitré sunnarlega á lóðinni. Líkt og víða við Ránargötuna er lóðin afmörkuð með steyptum vegg með járnavirki og er hann einnig í góðri hirðu. Síðuhafi veit ekki til þess, að unnin hafi verið húsakönnun um þennan hluta Oddeyrar svo ekki liggur fyrir hvort húsið, eða önnur hús við Ránargötuna, hafi varðveislugildi. Álit síðuhafa á því, hvort einstök hús við Ránargötu eða Ránargatan öll ætti að hafa varðveislugildi ætti að liggja ljóst fyrir. Meðfylgjandi mynd er tekin þ. 1. maí 2021

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1948-57. Fundur nr.1151, 25. apríl 1952. Fundur nr. 1153, 9. maí 1952. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er aðeins eigandi neðri hæðarinnar. 15.október 2020 var efri hæðin seld. Eigendur eru Reynir Geirsson og Margrét Svavarsdóttir. Kveðja Jóhanna.

Jóhanna Maríanna Antonsfóttir@ (IP-tala skráð) 7.10.2021 kl. 21:18

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæl og blessuð.

Kærar þakkir fyrir þessar upplýsingar, er búinn að leiðrétta þetta. Rétt skal jú vera rétt.

Kveðja, Arnór.

Arnór Bliki Hallmundsson, 7.10.2021 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 474
  • Frá upphafi: 436829

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 303
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband