Hús dagsins: Ránargata 26

Ránargötu 26 reisti Kristinn Halldórsson P5010988eftir teikningum Tryggva Sæmundssonar árið 1951. Sá síðarnefndi sótti um lóð og byggingarleyfið fyrir hönd Kristins, sem vildi fá hornlóðina austan Ránargötu, milli Norðurgötu og Ægisgötu. Bygginganefnd veitti honum hins vegar lóð nr. 26, svo „eigi sé hlaupið yfir lóðir“. Þannig áttu hús að byggjast í röð, hlið við hlið. En þess má geta, að á hornlóðinni, Ránargötu 30, reis hús fjórum árum síðar.

Ránargata 26 er tvílyft steinhús með lágu valmaþaki. Á suðurhlið er mjótt útskot austanmegin en svalir á báðum hæðum vestanmegin á sömu hlið. Veggir eru múrsléttaðir, bárujárn á þaki og lóðréttir póstar í flestum gluggum.

Kristinn Halldórsson, sem byggði húsið, vélstjóri að atvinnu var fæddur á Vémundarstöðum í Kvíabekkjarsókn árið 1905. Hann lést aðeins 48 ára gamall árið 1953. Í húsinu bjó síðustu æviár sín Maron Sölvason (1881-1958) trésmiður frá Ólafsfirði. Hann kom að byggingum margra húsa hér í bæ á fyrri hluta 20. aldar. Meðal annars má nefna eigið hús sem hann reisti  Ránargötu 5 árið 1933 og var hann byggingameistari hússins Breiðabliks, Eyrarlandsvegar 26 árið 1911. Mun það hús hafa verið brúðargjöf til Sigurðar Hlíðar dýralæknis og Guðrúnar Guðbrandsdóttur. Þar er um að ræða tilhöggvið norskt timburhús, eitt af kennileitum Syðri Brekkunnar og með glæstari timburhúsum bæjarins. Maron Sölvason varð bráðkvaddur á göngu um Brekkugötuna í mars 1958, 76 ára að aldri.

Margir hafa átt og búið í húsinu gegnum tíðina og öllum auðnast að halda húsinu og vel við. Alltént er það í mjög góðri hirðu nú og til prýði í götumyndinni. Þá er lóð vel gróin m.a. eru tvö gróskumikil reynitré framan við húsið. Síðuhafi veit ekki til þess, að unnin hafi verið húsakönnun um þennan hluta Oddeyrar svo ekki liggur fyrir hvort húsið, eða önnur hús við Ránargötuna, hafi varðveislugildi. Álit síðuhafa á því, hvort einstök hús við Ránargötu eða Ránargatan öll ætti að hafa varðveislugildi ætti að liggja ljóst fyrir. Meðfylgjandi mynd er tekin þ. 1. maí 2021

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1948-57. Fundur nr.1138, 22. júní 1951. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 282
  • Frá upphafi: 420255

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 196
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband