Hús dagsins: Ránargata 28

Ránargötu 28 reistu þeir Jón Þorvaldsson og Þorvaldur Jónasson árið 1952.P5010983 Sá síðarnefndi fékk leyfi til byggingar íbúðarhúss, eftir Hauk Árnason, snemmsumars 1952. Ári síðar veitir bygginganefnd honum leyfi til þess að reisa á húsið bráðabirgðaþak þar sem hann hefur „ekki fjárhagslegt bolmagn til að reisa efri hæð“. Var honum veittur frestur til þriggja ára til að reisa efri hæðina en neðri hæð skyldi gerð íbúðarhæf sem fyrst. Væntanlega hefur þetta gengið efir, en alltént er húsið tveggja hæða.

Ránargata 28 er tvílyft steinhús með lágu valmaþaki. Á suðurhlið er mjótt útskot austanmegin en svalir á báðum hæðum vestanmegin á sömu hlið. Veggir eru múrsléttaðir, bárujárn á þaki og lóðréttir póstar í flestum gluggum. Á gluggum efri hæðar eru víðir krosspóstar.

Þeir Jón og Þorvaldur sem reistu húsið voru, eins og lesendur hafa kannski getið sér til um, feðgar. Þorvaldur Jónasson, sem fullu nafni hét Magnús Þorvaldur Jónsson, sem starfaði lengst af sem netagerðarmaður, var fæddur 1867 og var því kominn vel á níræðisaldur þegar húsið þeir feðgar byggðu húsið. Hann var úr S-Múlasýslu og er í Manntali 1880 skráður til heimilis að Árnagerði í Kolfreyjustaðasókn og bjó m.a. í Norðfirði og á Seyðisfirði (Manntal 1910). Hvort hann var fæddur þar fylgir ekki sögunni. Þorvaldur lést snemma árs 1954. Jón Ágúst, sonur hans, sem fæddur var á Norðfirði, bjó hér áfram um áratugaskeið. Hann stundaði sjómennsku, var m.a. kyndari á togurum sem sigldu til Englands á árum síðari heimstyrjaldar.  Hann var kvæntur Auði Sigurpálsdóttur, frá Nesi í Saurbæjarhreppi. Hún lést árið 1984 og var þá búsett hér en skömmu síðar fluttist Jón á Kristneshæli, þar sem hann lést 1991. Hafa síðan ýmsir átt og búið í Ránargötu 28 en öllum auðnast að halda húsinu vel við. Það mun að mestu óbreytt frá upphaflegri gerð að ytra byrði.    

Ránargata 28 er reisulegt og glæst hús og í mjög góðri hirðu. Sömu sögu er að segja af lóð, en Jón Þorvaldsson mun hafa ræktað þarna ræktarlegan skrúðgarð. Sjálfsagt er lítið eftir af þeim plöntum nú en lóðin er vel hirt og gróin og römmuð inn af steyptum vegg, líkt og flest hús í nágrenninu. Síðuhafi veit ekki til þess, að unnin hafi verið húsakönnun um þennan hluta Oddeyrar svo ekki liggur fyrir hvort húsið, eða önnur hús við Ránargötuna, hafi varðveislugildi. Álit síðuhafa á því, hvort einstök hús við Ránargötu eða Ránargatan öll ætti að hafa varðveislugildi ætti að liggja ljóst fyrir. Meðfylgjandi mynd er tekin þ. 1. maí 2021

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1948-57. Fundur nr.1156, 30. Maí 1952. Fundur nr.1169, 5. júní 1953. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband