19.11.2021 | 16:07
Hús dagsins: Ægisgata 18
Sumarið 1943 hugðust tveir stórhuga ungir menn, Baldur Líndal og Þorsteinn Gunnarsson fá þrjár lóðir við Ægisgötu og reisa þar hús. Ekki gekk það eftir, en þeir fengu þó eina lóð, nr. 16, og reistu þar hús. Lóðina fengu þeir þann 30. júlí. Rúmum mánuði síðar eða 10. september var hinum tveimur lóðunum norðan úthlutað til tveggja manna, þeirra Pálma S. Ólafssonar og Ottós Gottfreðssonar. Sá síðarnefndi fékk nr. 18 en Pálmi S. Ólafsson, sem síðar var þekktur fyrir blaðasölu á vagni, fékk nr. 20.
Húsin sem þeir sóttu um að fá að reisa áttu að vera byggð úr timbri, ein hæð með háu risi, þak klætt asbesti og veggir múrhúðaðir. Þeir hugðust semsagt reisa múrhúðuð timburhús. Bygginganefnd samþykkti ekki fyrirliggjandi teikningu að húsunum. Það kemur ekki fram í fundargerð bygginganefndar en höfundur telur líklegast, að hús með háu risi hafi ekki verið vel séð við Ægisgötu, þar sem öll hús voru- og eru- með valmaþökum. En húsin risu, og eru sannarlega með valmaþökum. Líklega eru þau einu timburhúsin við Ægisgötuna. Upprunalegar teikningar að húsinu eru ekki aðgengilegar á kortagagnagrunni map.is en þar er að finna teikningar Antons Arnar Brynjarssonar frá 1993, þegar gerðar voru breytingar á húsinu.
Ægisgata 18 er einlyft timburhús, klætt einhvers konar múrplötun, mögulega steníplötum. Bárujárn er á þaki og krosspóstar í gluggum. Á bakhlið er þríhyrnt útskot, forstofubygging og sólskáli úr gleri á suðvesturhorni. Þess má geta hér, að lýsingar höfundar á Húsum dagsins byggjast að öllu jöfnu á nokkurs konar sjónrænu mati frá götu.
Ottó Gottfreðsson og Pálmi Ólafsson voru hálfbræður, sammæðra. Þeir voru framan úr Saurbæjarhreppi en móðir þeirra, Hólmfríður Bergvinsdóttir fór þar á milli bæja og tók að sér vinnu við saumaskap. Ottó starfaði m.a. á skrifstou Rafveitu Akureyrar. Ottó og eiginkona hans, Aðalheiður Halldórsdóttir frá Siglufirði bjuggu hér um áratugaskeið eða fram um 1990. Árið 1993 fékk húsið nokkra yfirhalningu, m.a. var byggður við það sólskáli og fékk húsið þá það útlit sem það nú hefur. Líklega er núverandi klæðning og gluggar frá svipuðum tíma.
Ægisgata 18 er snyrtilegt og glæst hús og í mjög góðri hirðu, enda allt tekið í gegn fyrir tæpum 30 árum og hefur greinilega verið vel við haldið síðan. Verklegir krosspóstar og sólskálinn og setja á húsið ákveðinn svip. Lóðin er vel hirt og prýdd blómabeðum upp við hús og ýmsum runnum. Ein íbúð er í húsinu, líkt og gengur og gerist með nær öll hús við Ægisgötuna. Ekki veit síðuhafi til þess, að húsakönnun hafi verið unnin um þennan hluta Oddeyrar en eitt er víst: Ef sá möguleiki væri fyrir hendi, að friðlýsa heilar götur og götumyndir stæði Ægisgatan svo sannarlega undir því. Leitun er að jafn heilsteyptri og samstæðri götumynd í þetta langri götu en við hana standa 30 hús. Myndin er tekin 1. maí 2021.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 951, 30. júlí 1943. Fundur nr. 956, 10. sept. 1943 Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 37
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 486
- Frá upphafi: 436825
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 314
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.