7.2.2022 | 17:56
Hús dagsins: Eyrarvegur 5a-7a
Verkamannabústaðahverfið við Eyrarveg reisti Byggingafélag Akureyrar á um átta ára tímabili, eða frá 1939 1947. Ef tekin eru mið af skráðum byggingarárum húsanna virðast þau hafa verið reist í þremur áföngum, 1939, 1942-43 og loks 1947. Þá er árið 1942 veitt heimild til að byggja þrjú hús í viðbót, en síðuhafi fann ekki sérstakar bókanir hjá bygginganefnd fyrir síðasta áfanganum. Enda hafði Byggingafélagið í raun tryggt sér svæðið og byggingarréttinn á þessu svæði, og öll húsin eftir sömu teikningu. Svo kannski var ekkert ósagt af hálfu bygginganefndar varðandi frekari byggingar. Voru húsin byggð í röð til austurs, í fyrsta áfanga Eyrarvegur 1-3, 5-7 ásamt ónúmeruðu húsi vestast, sem fyrst um sinn taldist standa við Hörgárbraut en fékk síðar númerið 2-4 við Sólvelli. Þremur árum síðar voru það hús nr. 9-11, 13-15, 17-19 og 21-23 og síðasta áfanga hús 25-27 og 25a-27a. Síðasttöldu húsin standa austast eða næst Norðurgötu en í þessum byggingaráfanga var einnig byggt á lausri lóð á bakvið hús nr. 5-7: Eyrarvegur 5a-7a (Samkvæmt reglum stærðfræðinnar mætti taka a út fyrir sviga og skrifa þetta heimilisfang Eyrarvegur a(5-7).
) Lóðin var í krika sem myndaðist bakvið horn Sólvalla og Víðivalla, nýrrar götu norðan við Eyrarveg og vestan við hús nr. 9-11. Öll eru þessi hús byggð eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar.
Eyrarvegur 5a er einlyft steinhús með lágu risi. Á vesturenda (þ.e. nr. 5a) er álma sem snýr stafni eða burst mót suðri en útskot með hallandi þaki við austurstafn hússins. Þannig voru húsin teiknuð í upphafi, en burstirnar, sem einkenna þessar byggingar voru byggðar við síðar. Veggir 5a eru múrsléttaðir en steiningarmúr á 7a, bárujárn á þaki og einfaldir, lóðréttir póstar í flestum gluggum.
Fyrir heimilisfangið Eyrarveg 5a (í þgf.) birtast sex niðurstöður en 17 fyrir 7a. Sú elsta um 5a er tilkynning um brúðkaup þeirra Höllu Guðmundsdóttur og Óla Þórs Baldvinsdóttir í desember 1951. Eyrarvegar 7a er fyrst getið á prenti í andlátstilkynningu Guðbjargar Þóru Þorsteinsdóttur í júlí 1950. Hafa framangreind verið með fyrstu íbúum hússins. Um áratugaskeið bjuggu í Eyrarvegi 7a þau Ellert Marinó Jónasson (1914-1993)frá Brimnesi í Ólafsfirði, lengst af starfsmaður Rafveitu Akureyrar og Jónína Símonardóttir (1916-2008). Jónína frá Svæði í Svarfaðardal. Hafa ýmsir búið í húsinu um lengri eða skemmri tíma. Árið 1957 var byggð við vesturhlutann, það er 5a, álma með lágu risi með stöfnum til N-S, eftir teikningum Tryggva Sæmundssonar. Byggt var við mörg þessi hús við norðanverðan Eyrarveg á þennan sama hátt, en á þessu parhúsi var aðeins byggt við vesturenda. Þá var byggður bílskúr, eftir teikningum Jóns Geirs Ágústssonar, nyrst og austast á lóð 7a árið 1961.
Parhúsið við Eyrarveg 5a-7a er í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði í umhverfinu. Lóðirnar eru einnig sérlega gróskumiklar og vel hirtar. Austurhlutinn er óbreyttur að ytra byrði frá upphaflegri gerð en vesturhlutinn skartar burst, sem einkennir mörg parhús Byggingafélagsins við Eyrarveg. Húsið er hluti mikillar þyrpingar sams konar húsa, verkamannabústaða Byggingafélagsins, og ætti þessi merka torfa að sjálfsögðu að njóta friðunar. Það er a.m.k. álit síðuhafa. Myndin er tekin þann 22. júní 2021.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar: Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 840, 10. Ágúst 1939, nr. 842, 18. sept. 1939. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 920, 7. ágúst 1942. Óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 508
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 354
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.