Hús dagsins: Eyrarvegur 5-7

Árið 1939 reisti Byggingafélag Akureyrar (eða Byggingafélag Verkamanna, P6220996er titlað hinu fyrrnefnda í bókunum Bygginganefndar), með Erling Friðjónsson í broddi fylkingar, þrjú parhús við Eyrarveg. Var um að ræða fyrsta áfanga af mörgum en fjöldi parhúsa reis við Eyrarveg og nærliggjandi götur á næsta áratug. Eitt þessara húsa fékk síðar númerið 2-4 við götuna Sólvelli, sem liggur til norðurs frá Eyrarvegi. Upprunasaga húsanna er rakin ítarlega í greininni um Eyrarveg 1-3 og kannski ekki þörf á að endurtaka hana hér. Húsin voru reist eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar.

Eyrarvegur 1-3 er einlyft steinhús með lágu risi. Húsið er samhverft A-V og á endum burstir eða álmur sem snúa stöfnum N-S. Veggir eru múrklæddir, bárujárn á þaki. Í gluggum vesturhluta, þ.e. nr. 5 eru víðir og skiptir krosspóstar en einfaldir lóðréttir póstar í austurhluta (nr.7) Á baklóð nr. 7 er stakstæður bílskúr.

Fyrstu íbúar Eyrarvegar 5 (Manntal 1940) voru þau Sigurbjörn Árnason og Þórdís Jónsdóttir en í Eyrarvegi 7 bjuggu árið 1940 þau Stefán Þórarinsson og Ingibjörg Sigurðardóttir. Munu þeir Stefán og Sigurbjörn hafa verið skólafélagar úr Iðnskólanum, báðir húsgagnasmiðir. Fjölskyldurnar tvær  í Eyrarvegi 5 og 7 voru raunar nokkuð samhentar; „[...]lifðu svipuðu lífi, feðurnir unnu við sömu iðn, börnin fæddust um líkt leyti, húsin voru stækkuð á sama tíma og fyrstu bílana eignuðust þær með stuttu millibili. Ef mæðurnar vanhagaði um einhverja smámuni var alltaf hægt að hlaupa yfir um og fá lánað(Valborg Stefánsdóttir, 2000). Eflaust lýsandi fyrir yndislegt samlyndi og samhjálp íbúa á þessum slóðum (og víðar). Hið samhenta vinafólk í Eyrarvegi 5 og 7 voru öll að austan, Sigurbjörn Árnason og Þórdís Jónsdóttir úr Þingeyjarsýslum en Stefán Þórarinsson frá Vopnafirði og Ingibjörg Sigurðardóttir frá Seyðisfirði. Sigurbjörn Árnason varð bráðkvaddur aðeins 47 ára gamall árið 1959 en Þórdís bjó áfram hér um áratugaskeið eftir það. Sömuleiðis bjuggu Stefán og Ingibjörg hér allt til dánardægra eða í meira en hálfa öld. Hafa síðan ýmsir búið hér og öllum auðnast að halda húsi og lóðum vel við í hvívetna.

Parhúsið við Eyrarveg 5-7 er í mjög góðri og til mikillar prýði í umhverfinu. Lóðirnar eru einnig sérlega gróskumiklar og vel hirtar Húsið er hluti mikillar þyrpingar sams konar húsa, verkamannabústaða Byggingafélagsins, og ætti þessi merka torfa að sjálfsögðu að njóta friðunar. Það er a.m.k. álit síðuhafa. Myndirnar eru teknar þann 22. júní 2021.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar: Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 840, 10. Ágúst 1939, nr. 842, 18. sept. 1939. Óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Manntal á Akureyri 1940. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 584
  • Frá upphafi: 420749

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 465
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband