10.2.2022 | 17:34
Hús dagsins: Eyrarvegur 6
Eyrarveg 6 reisti Tryggvi Gunnlaugsson árið 1942. Hann fékk þriðju lóð sunnan Eyrarvegar ásamt byggingaleyfi fyrir húsi, 8,15x10,5m að stærð, byggt úr r-steini með járnklæddu valmaþaki. Upprunalegar teikningar að húsinu liggja ekki fyrir á kortavef.
Eyrarvegur 6 er einlyft r-steinhús á lágum grunni, með lágu valmaþaki. Bílskúr er áfastur austan og sunnanmegin og sunnan úr húsinu er bakálma 5x4,50m að stærð. Er sú einnig steypt og valmaþaki. Þar er um að ræða viðbyggingu frá 1961, eftir teikningum Mikaels Jóhannessonar. Veggir eru múrsléttaðir, bárujarn á þaki og einfaldir, lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum í flestum gluggum.
Tryggvi Zophonías Gunnlaugsson var fæddur árið 1908 á Ytra Hvarfi í Svarfaðardal en uppalinn á Akureyri. Hann starfaði m.a. sem vélstjóri á sjó en einnig sem bifreiðastjóri, ók m.a. flutningabíl milli Akureyrar og Reykjavíkur um miðja síðustu öld. Hann var kvæntur Jóhönnu Soffíu Jónsdóttur en hún var frá Bakka í Viðvíkursveit í Skagafirði. Tryggvi og Jóhanna munu hafa búið hér í áratug en þau fluttu til Reykjavíkur árið 1953 og bjuggu þar alla tíð síðan. Jóhanna lést langt fyrir aldur fram árið 1956 en Tryggvi lést 1994. Ef skoðuð eru gögn af timarit.is, sést að árið 1946 er Jón B. Jónsson múrarameistari búsettur að Eyrarveg 6. Jón Bakkmann Jónsson var bróðir Jóhönnu Soffíu og bjó hann hjá þeim um nokkurra ára skeið. Hann stundaði nám í múrverki hjá Gaston Ásmundssyni og lauk prófi í þeirri iðn árið 1942- sama ár og Tryggvi mágur hans fékk byggingarleyfið fyrir Eyrarvegi. Það er alls ekki ólíklegt, að Jón hafi komið að eða stýrt byggingu hússins. Margir hafa búið á Eyrarvegi 6 eftir tíð Tryggva, Jóhönnu og Jóns en öllum auðnast að halda húsinu vel við. Lengst af bjuggu hér þau Magnús Jónsson bifvélavirki og Sigríður Loftsdóttir, eða í tæpa hálfa öld. Magnús var Akureyringur en Sigríður var frá Böggvisstöðum í Svarfaðardal. Eignuðust þau húsið 1953 og bjuggu hér allt þar til Magnús lést, en Sigríður seldi húsið ári síðar.
Eyrarvegur 6 er látlaust en glæst og reisulegt hús í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði. Það virðist nýlega hafa hlotið verulegar endurbætur, þak nýtt sem og gluggar, sem og múr á veggjum og frágangur allur hinn snyrtilegasti. Það er hluti langrar og heilsteyptrar götumyndar áþekkra hús við sunnanverðan Eyrarvegar. Eyrarvegurinn er ein af mörgum skemmtilegum og áhugaverðum götumyndum eldri hverfa Akureyrar. Hún er eiginlega tvískipt; sunnanmegin eru funkishús með valmaþökum, áþekk húsum við Ægisgötu en norðanmegin er þyrping verkamannabústaða með sérstæðu lagi. Að sjálfsögðu verðskulda öll þessi hús varðveislugildi að mati síðuhafa. Myndin er tekin þann 22. júní 2021
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar: Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 908, 5. maí 1942, nr. 909, 8. maí 1942. Óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 508
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 354
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll. Var að lesa bók Jóns Hjaltasonar, Þessir Akureyringar! Þar er birt auglýsing frá Kjötbúð KEA f. jólin 1961: Það er auðleyst hjá oss... Vér bjóðum... Get ekki ímyndað mér að nein verslun hér f. sunnan, og ekki heldur austan, hefði auglýst með orðfærinu Vér+oss, f. aðeins 60 árum. Þetta virkar eins og e-ð frá 19.öld.
En ég hef lesið margar af grínsögunum áður. Jón gerir talsvert af því að endurnýta texta sína.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 11.2.2022 kl. 00:46
Meðfylgjandi mynd sýnir Eyrarveg 4.
Eyrarpúki (IP-tala skráð) 11.2.2022 kl. 17:06
Já, þetta virkar nokkuð fornt- jafnvel fyrir 60 árum- en hefur sjálfsagt átt að vera fínt eða "uppskrúfað". Sjálfsagt gildir lögmálið í þessum gamansögum, sem birst hafa sumar nokkrum sinnum á prenti að góð vísa sé aldrei of oft kveðin.
Og takk fyrir ábendinguna, Eyrarpúki, er búinn að kippa þessu í liðinn og mynd af réttu húsi komin.
Arnór Bliki Hallmundsson, 11.2.2022 kl. 22:44
Tryggvi Zophonías Gunnlaugsson fæddist á Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal en Syðra-Hvarf er í Skíðadal.
Þorsteinn Briem, 12.2.2022 kl. 16:50
Sæll- þakka ábendinguna og búinn að leiðrétta. Maður skyldi ætla, að höfuðáttunum (og höfuðdölunum
) ætti ekki slá saman hjá manni, en...
Arnór Bliki Hallmundsson, 13.2.2022 kl. 13:30
Sæll. Um bók Jóns Hj. Í fínu lagi f. okkur sem fengu hana og hinar á bókasafninu, en ætli fólk sem fékk bókina í jólagjöf hafi ekki orðið f. vonbrigðum þegar efnið var að talsverðu leyti það sama og í bókum sem það átti fyrir.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 15.2.2022 kl. 11:47
Jú, það gæti verið að einhver hafi vonbrigðin orðið, við ítrekað endurteknu efni þó skemmtilegt sé.
Arnór Bliki Hallmundsson, 17.2.2022 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.