Hús dagsins: Eyrarvegur 8

Hólmsteinn Egilsson, sem síðar átti og rak Möl og Sand,P6220997 virðist hafa verið nokkurs konar byggingarverktaki árin 1942-43. En hann þá byggði hann þrjú einbýlishús og seldi, og öll stóðu þau- og standa enn- við Eyrarveg. Vorið 1942 sótti Hólmsteinn um, og fékk lóðir við Eyrarveg, „nr. 4 og 5“ sunnan götu. Fékk hann að byggja tvö hús úr r-steini með valmaþaki, 11x8,5m að stærð. Teikningarnar að húsunum gerði Tryggvi Jónatansson.

Eyrarvegur 8 er einlyft steinhús með lágu valmaþaki, múrplötum (mögulega stení) á veggjum, bárujárni á þaki og einföldum lóðréttum póstum í flestum gluggum. Öfugt við flest nærliggjandi hús snúa aðaldyr hússins ekki til norðurs að götu heldur til vesturs. Á teikningum er gert ráð fyrir dyrum þar, en líkast til fallið frá því fyrir byggingu. Alltént eru ekki dyr til norðurs á raflagnateikningum, sem Hólmsteinn mun hafa gert sjálfur.

Hólmsteinn Egilsson var Skagfirðingur, fæddur að Þorleifsstöðum í Blönduhlíð. Hann stundaði lengst af hina ýmsu verkamannavinnu, keyrði vörubíla og fékkst einnig við húsbyggingar. Möl og sand keypti hann í félagi við Sverri Ragnars árið 1955 og stýrði því fyrirtæki í rúma tvo áratugi. Hólmsteinn Egilsson tók þátt í hinum frækilega og annálaða björgunarleiðangri, sem sótti áhöfn millilandaflugvélarinnar Geysis af Vatnajökli haustið 1950. Ók hann þar vörubíl, sem flutti vistir og búnað leiðangursmanna. Hólmsteinn mun sem áður segir, hafa byggt húsið og selt en ekki búið hér en margir hafa búið á Eyrarvegi 8 í þessa átta áratugi. Húsið mun að ytra byrði næsta óbreytt frá upphaflegri gerð, en engu að síður í afbragðs góðri hirðu.

Eyrarvegur 8 er,  líkt og nærliggjandi hús, hluti heilsteyptrar og skemmtilegrar götumyndir einnar hæðar funkishúsa með valmaþökum. Húsið og næsta hús austan við, nr. 10 eru samstæð „tvíburahús“. Húsið, sem og lóðin eru í góðri hirðu og til mikillar prýði í geðþekku umhverfinu. Um þennan hluta Oddeyrar hefur ekki verið unnin húsakönnun en lesendur geta svosem getið sér til um, hvað síðuhafi hefði um varðveislugildi húsana og götumyndar Eyrarvegar að segja...Myndin er tekin 22. júní 2021.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar: Fundargerðir 1941-48. nr. 908, 5. maí 1942. Fundur nr. 910, 15. maí 1942, Óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 593
  • Frá upphafi: 420758

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 473
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband