10.5.2022 | 14:02
Hús dagsins: Eyrarvegur 29
Eyrarveg 29 reisti Kristján Jakobsson árið 1943. Síðsumars 1942 var honum úthlutuð lóðin á horninu neðan Norðurgötu, norðan Eyrarvegar. Bókaði bygginganefnd, að lóðin væri utan skipulagðs byggingasvæðis en hana fékk Kristján engu að síður. Það var svo 12. mars 1943 að Kristján fékk leyfi til að reisa hús á tveimur hæðum með valmaþaki, 7,75x10m auk útbyggingar að norðvestan, 1,5x6,6m. Byggt úr steinsteypu með járnklæddu timburþaki. Teikningarnar að húsinu gerði Böðvar Tómasson. Næstu árin á eftir var lóðunum við austanverða Norðurgötu úthlutað, einni af annarri. Var þá hús Kristján Jakobssonar notað sem eins konar viðmið við staðsetningu(t.d. var Norðurgata 48 kölluð fjórða lóð norðan við Kristján Jakobsson).
Eyrarvegur 29 er tvílyft steinhús með lágu valmaþaki, steiningarmúr á veggjum, bárujárn á þaki og lóðréttum póstum í flestum gluggum. Horngluggar í anda funkisstefnunnar snúa mót suðri. En suðurhlið hússins snýr að Eyrarvegi og vesturhlið að Norðurgötu. Á norðurhluta þeirrar hliðar er útskot og áfast því tröppur upp að inngöngudyrum annarrar hæðar. Steypt handrið með tröppulagi setur þar nokkurn svo á húsið.
Kristján Jakobsson vélstjóri og kona hans Soffía Jóhannesdóttir bjuggu um tíma á Syðra- Hvarfi í Skíðadal en höfðu búið á Akureyri um nokkurt árabil er þau reistu Eyrarveg 29. Kristján Jakobsson var fæddur og uppalinn á Oddeyri, nánar tiltekið í Lundargötu 5, árið 1901. Það er dálítið athyglisvert að skoða manntalið árið 1901 fyrir Lundargötu 5. Þar búa alls 23 manns, fjórar fjölskyldur, í húsi sem er um 5,5x7m að grunnfleti og þá var efri hæðin undir súð. (Lundargata 5 fékk núverandi lag um 1925). Þarna er húsið reyndar sagt nr. 4, en árið 1910 hefur húsið fengið núverandi númer. Soffía Jóhannesdóttir mun hins vegar hafa verið úr Svarfaðardal, nánar tiltekið Jarðbrúargerði. Bjuggu þau Kristján og Soffía hér til æviloka, hún lést árið 1962 en hann 1973. Hafa síðan margir búið hér á báðum hæðum hússins, en húsið mun frá upphafi hafa verið tvíbýli.
Eyrarvegur 29 er látlaust en reisulegt tveggja hæða funkishús. Það er í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði í umhverfinu og stendur á nokkuð áberandi stað, á horni tiltölulega fjölfarinna gatna. Þá er lóðin gróin og í góðri hirðu, frágangur og ástand húss og lóðar hinn snyrtilegasti. Ekki hefur verið unnin húsakönnun um þennan hluta Oddeyrar svo ekki liggur fyrir hvort húsið, eða önnur hús við Ránargötuna, hafi varðveislugildi. Húsið er hluti mikillar heildar sams konar húsa við Norðurgötu og Ránargötu. Er þessi heild dæmi um þyrpingu samstæðra húsa, órofa heild í rótgrónu hverfi. Slíkar heildir ættu ætíð að hafa eitthvert varðveislugildi. Meðfylgjandi mynd er tekin þ. 22. júní 2021
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar: Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 922, 28. ágúst 1942 og nr. 937, 12. mars 1943. Óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 12
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 461
- Frá upphafi: 436800
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 294
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.