Hús dagsins: Norðurgata 48

Árið 1946 fékk Jón Guðnason lóð við Norðurgötu, P4220987fjórðu lóð norðan við Kristján Jakobsson (Eyrarvegur 29). Þá fékk hann leyfi til að reisa hús, tveggja hæða á lágum grunni, byggt úr steinsteypu með valmaþaki, 10x9,75m að grunnfleti. Teikningarnar að húsinu gerði Guðmundur Magnússon.

Húsið er tvílyft steinhús með lágu valmaþaki. Útskot er á húsinu til norðausturs og þar inngöngudyr á neðri hæð og svalir á efri hæð til suðurs. Bárujárn er á þaki, steiningarmúr á veggjum og lóðréttir póstar með þverfögum í flestum gluggum.

Jón Guðnason, sem reisti húsið, var fæddur og uppalin á Veisu í Fnjóskadal. Hann starfaði m.a. við bílaviðgerðir og mun hafa verið mikill hagleiksmaður og þúsundþjalasmiður. Hann var kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Garðshorni í Kræklingahlíð. Bjuggu þau í húsinu í tæpan áratug uns þau fluttust til Reykjavíkur, 1954.  Í Norðurgötu 48 bjó lengi vel Árni Bjarnason bókaútgefandi frá Pálsgerði í Dalsmynni. Hann keypti bókabúðina Eddu árið 1939 og rak hana í tugi ára og var afkastamikill í bókaútgáfu. Muna margir lesendur eflaust eftir bókabúðinni Eddu, hin síðari ár Í Hafnarstræti 100 en áður í Skipagötu 2. Árni var mjög áhugasamur um Íslendingabyggðir í Vesturheimi og tengsl þeirra og samskipti milli þeirra og Íslands. Hann heimsótti þessar slóðir oft og vann ötullega að því, að greiða fyrir samskiptum milli Íslands og Íslendingabyggða í N-Ameríku. Hann tók saman viðamikið ritverk um æviskrár Vestur-Íslendinga og hér í bæ annaðist hann útgáfu   Lögbergs-Heimskringlu, nokkurs konar „vestur-íslensks“ dagblaðs í Winnipeg.

Norðurgata 48 er líkast til lítið breytt frá upphaflegri gerð. Frá upphafi hafa verið tvær íbúðir í húsinu, ein á hvorri hæð og hefur húsið líkast til hlotið fyrirtaks viðhald alla tíð, en það er í mjög góðri hirðu. Það er til mikillar prýði í langri og skemmtilegri götumynd áþekkra húsi ytri hluta Norðurgötu. Lóðin er einnig snyrtileg og vel frágengin. Þar sem höfundi er ekki kunnugt um, að húsakönnun hafi verið unnin um Norðurgötu norðan Eyrarvegar liggur ekki fyrir hér hvort húsið hafi varðveislugildi. Það er hins vegar eindregið álit þess sem þetta ritar, að öll Norðurgatan skuli njóta óskoraðs varðveislugildis. Þ.á.m. hin langa og heilsteypta röð steinhúsa í funkisstíl frá miðri 20. öld, norðan Eyrarvegar. Myndin er tekin þann 22. apríl 2021.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1045, 1. mars  1946. Fundur nr. 1051, 26. apríl 1946. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 282
  • Frá upphafi: 420255

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 196
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband