Hús dagsins: Norðurgata 49

Norðurgata 49, sem byggð er 1956-57 er eitt af yngstu húsum götunnar og eitt P4220992örfárra sem byggt er eftir 1950. (Raunar eru þó nokkur hús við götuna byggð fyrir 1900). Norðurgötu 49 reistu þeir Árni og Jóhann Böðvarssynir. Húsi þeirra er ekki lýst í bókun bygginganefndar þann 29. júní 1956 er þeim var veitt byggingarleyfið. Teikningarnar að húsinu gerði Mikael Jóhannsson.

Norðurgata 49 er tvílyft steinhús á lágum grunni og með valmaþaki. Á suðurhlið er útskot með áföstum svölum til vesturs en austast eru tröppur ásamt inngöngudyrum á efri hæð. Lóðréttir póstar eru í flestum gluggum, bárujárn á þaki og veggir múrsléttaðir.

Þeir bræður Árni og Jóhann Böðvarssynir voru fæddir á Akureyri en ólust upp á Melum sunnan Nausta. Árni hafði áður stundað búskap á Melum en einnig á Brunná. Þar byggði hann hús árið 1946, sem hann bjó í uns hann fluttist hingað árið 1957. Árni var einnig lengi vel verkstjóri hjá Vegagerðinni. Þegar „Norðurgötu 49“ er flett upp á timarit.is birtast, þegar þetta er ritað, 87 niðurstöður, langflestar frá 7. áratugnum en þá var Árni Böðvarsson um afgreiðslu og auglýsingar fyrir Íslending. Þeir bræður bjuggu ásamt fjölskyldum sínum í húsinu um árabil, Jóhann til æviloka, 1983.

Norðurgata 49 er reisulegt og glæst hús og í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði. Líkt og við flest nærliggjandi hús er steyptur veggur með járnavirki á lóðarmörkum. Þar sem höfundi er ekki kunnugt um, að húsakönnun hafi verið unnin um Norðurgötu norðan Eyrarvegar liggur ekki fyrir hér hvort húsið hafi varðveislugildi. Það er hins vegar eindregið álit þess sem þetta ritar, að öll Norðurgatan skuli njóta óskoraðs varðveislugildis. Þ.á.m. hin langa og heilsteypta röð steinhúsa í funkisstíl frá miðri 20. öld, norðan Eyrarvegar. Myndin er tekin þann 22. apríl 2021.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1948-57. Fundur nr. 1248, 29. júní 1956. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 51
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 315
  • Frá upphafi: 420253

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 220
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband