15.6.2022 | 13:17
Hús dagsins: Strandgata 7
Kannski mætti kalla Strandgötu 7 þjóðhátíðarhús, en byggingarleyfið fyrir því var afgreitt þann 17. júní. Var það reyndar löngu áður en sá dagur varð þjóðhátíðardagur Íslendinga...
Ofarlega við Strandgötu, í Miðbænum, standa fjögur reisulegt og glæst timburhús. Þau eru nr. 7-13 Strandgötu og eiga það sameiginlegt, að vera byggð 1907 og standa á einskonar brunareit en forverar allra þessara húsa brunnu til grunna þann 18. október 1906. Þar brunnu til ösku a.m.k. sjö tiltölulega nýleg hús (það elsta var byggt 1885 eða 21 árs) og misstu um 80 manns heimili sín en ekki varð manntjón. Hlýtur það að teljast kraftaverk, því menn lögðu sig í mikla hættu við slökkvistarf og einnig tíðkaðist þá, að hlaupa inn í brennandi hús til að bjarga verðmætum. Þá breiddist eldur hratt út í timburhúsunum, sem einangruð voru með m.a. hálmi, spónum og reiðingi, svo eflaust áttu margir fótum fjör að launa.
Oddeyrarbruninn mun hafa átt upptök sín í stórhýsinu Horngrýti, Strandgötu 5, og breiddist fljótt yfir í Strandgötu 7 og þaðan austur eftir götunni. Þessi hús voru byggð um 1902-1905 og voru ein þau stærstu og glæsilegustu í bænum. Strandgata 5 var þrílyft á háum kjallara og með burstum og nafnið Horngrýti til komið vegna sérkennilegra bursta sem skreyttar voru útskurði. Strandgata 7 var einnig þrílyft og með miklum turni á vesturenda og því kallað Turnhús. Af myndum að dæma virðast þessi hús hafa verið á stærð við t.d. Menntaskólann (Gamla Skóla, sem þá var Gagnfræðaskóli) og Samkomuhúsið. Fullyrða má, að upprunalegu glæsihýsin við Strandgötu 5 og 7 hafi enginn núlifandi maður séð berum augum.
En á grunni Turnhússins var það hús sem nú stendur á Strandgötu 7 byggt árið 1907. Var þar á ferðinni Jósef Jónsson sem átti Turnhúsið er það brann og hafði þar starfrækt verslun. Fékk hann að reisa hús, 20x15 álnir, á álnar háum grunni, með bakskúr upp að þaki, 3,5x3,5 álnir. [Ein alin, álnir í ft., er 63 cm] Framhlið hússins skyldi fylgja hinni ákveðnu húsalínu og austurstafn skyldi 10 álnir frá húsi Kolbeins Árnasonar [Strandgata 9]. Þetta ákvað Bygginganefnd á fundi sem hún hélt þann 17. júní, en árið 1907 voru jú tæp 40 ár í lýðveldisstofnun svo sá dagur var ekki orðinn sá hátíðisdagur sem hann nú er.
Strandgata 7 er tvílyft timburhús með lágu aflíðandi risi, panelklætt á veggjum og með bárujárni á þaki. Á bakhlið er viðbygging með aflíðandi, einhalla þaki. Krosspóstar eru í gluggum efri hæðar en síðir verslunargluggar á neðri hæð, og lætur nærri, að suður- og vesturhlið neðri hæðar sé einn gluggi. Bárujárn er á þaki og panelklæðning á veggjum. Um er að ræða tiltölulega nýlegar klæðningar, settar á húsið við endurbætur fyrir aldarfjórðungi. Frá upphafi var húsið klætt bárujárni en stórbrunar á borð við þann sem hér varð haustið 1906 vöktu menn til umhugsunar um eldvarnir. Fólust þær aðgerðir í því, að klæða hús að utan óbrennanlegum efnum á borð við járn, blikk og steinskífu og hefta þannig útbreiðslu elds á milli húsa.
Jósef Jónsson, sem byggði húsið, var frá Borgarhóli í Öngulsstaðahreppi. Hann starfaði lengi vel sem ökumaður þ.e. ók vögnum (bílar ekki komnir til sögunnar) en gerðist síðar verslunarmaður. Á meðal barna hans var Jóhannes, glímukappi og athafnamaður, löngum kenndur við Hótel Borg. Ekki er ólíklegt að Jóhannes glímukappi hafi komið að byggingu hússins með föður sínum. Árið 1915 er eigandi hússins Kristín Eggertsdóttir frá Kroppi í Hrafnagilshreppi og rak hún þarna hótel. Kaupfélag Verkamanna og verkalýðsfélög eignuðust húsið árið 1930. Þar höfðu þau fundarsal og skrifstofuaðstöðu um áratugaskeið og margir kannast við húsið sem Verkalýðshúsið, en á neðri hæð voru verslanir, m.a. vefnaðarvörudeild og saumastofa um miðja öldina. Síðustu áratugi 20. aldar var húsgagnaverslunin Augsýn þarna til húsa. Árið 1997 var hafist handa við endurbyggingu hússins sem þá var orðið nokkuð hrörlegt. Á meðal þeirra sem stóðu að þeim framkvæmdum voru hin valinkunnu Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir (Sigga og Grétar í Stjórninni). Síðsumars 1997 var opnaður í Strandgötu 7 veitinga- og skemmtistaðurinn Kaffi Akureyri og var hann starfræktur fram yfir 2010. Frá endurbótum hefur veitinga- og skemmtistaðarekstur verið í húsinu og nú er þar veitingastaðurinn Sjanghæ.
Strandgata 7 er látlaust og reisulegt hús og í mjög góðri hirðu, enda aðeins rúmir tveir áratugir frá stórkostlegum endurbótum. Í Húsakönnun frá 2014 er húsið sagt hafa mikið gildi fyrir götumynd Strandgötu sem hluti heildstæðrar götumyndar (Landslag 2014:69) auk þess sem það er aldursfriðað þar sem það er orðið aldargamalt. Húsið mun að mestu óbreytt frá upphaflegri gerð, að undanskilinni viðbyggingu og gluggaskipan hefur eitthvað verið breytt gegnum tíðina. Húsið er skemmtilegrar og snotrar götumyndar við miðbæjarhluta Strandgötu, vestan Glerárgötu. Um er að ræða fjögur hús, öll byggð árið 1907 eftir Oddeyrarbrunann og öll hlutu þau gagngerar endurbætur árin 1997-2004. Götumynd Strandgötu allrar, frá Bótinni og niður á Oddeyrartanga, er með þeim heilsteyptari og glæstari í bænum, að mestu skipuð húsum frá áratugunum 1880-1920. Myndin er tekin þann 8. desember 2021.
Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1902-21. Fundur nr. 328, þ. 17. júní 1907. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri. Aðgengilegt á vefnum: Fundargerðabók bygginganefndar Akureyrar 1902-1921 by Héraðsskjalasafnið á Akureyri - Issuu
Jón Hjaltason. 2016. Bærinn brennur. Akureyri: Völuspá útgáfa
Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf
Steindór Steindórsson. 1993. Akureyri höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík. Örn og Örlygur
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 508
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 354
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.