7.11.2022 | 10:14
Hús dagsins: Aðalstræti 6
Á Akureyri standa rétt innan við 20 hús, sem byggð eru áður en Bygginganefnd Akureyrar tók til starfa árið 1857. Það er í sjálfu sér ekki hlaupið að því, að ákvarða aldur þeirra húsa, stundum ráða rauna tilviljanir því, að einhvers staðar sé að finna óyggjandi heimildir um byggingarár þeirra. Aðalstræti 6 er eitt þessara húsa. Skráð byggingarár í fasteignaskrá er 1845 en í Húsakönnun 2012 segir, að Grímur Laxdal bókbindari hafi byggt húsið árið 1850-51. Hvorugt skal rengt hér.
Aðalstræti 6 skiptist í tvo hluta, nyrðri hluti er einlyft timburhús með háu risi og miðjukvisti með aflíðandi, einhalla þaki. Syðri hluti er tvílyftur með flötu þaki, nánast ferningslaga að grunnfleti, eins konar turnbygging. Á bakhlið hefur risi verið lyft að hluta, þar er kvistur með einhalla þaki, sem myndar eina heild með þaki suðurhluta. Þar er líka inngöngudyr og tröppur upp á efri hæð. Allt er húsið bárujárnsklætt, veggir og þak. Einfaldir, lóðréttir póstar eru í gluggum. Grunnflötur hússins er u.þ.b. 13x6m.
Sem fyrr segir mun Grímur Grímsson Laxdal (1801-1866), bókbindari og veitingamaður úr Reykjavík byggt húsið um 1850. Vitað er, að hann flutti til Akureyrar um 1836 en hann og kona hans, Hlaðgerður Þórðardóttir (1801-1862) frá Hvammi undir Eyjafjöllum höfðu áður búið að Dvergsstöðum í Hrafnagilshreppi. Grímur hafði áður byggt hús (um 1836-40) innar í Fjörunni, Aðalstræti 64, en það hús var rifið fyrir hartnær heilli öld síðan. Stefán Thorarenssen sýslumaður, eignaðist Aðalstræti 6 árið 1862 og mun hafa reist viðbygginguna um leið, auk þess sem hann mun hafa lengt húsið til suðurs. Þá var komin til sögunnar Bygginganefnd sem tók málið fyrir. Á fundi 19. apríl 1862 lá fyrir bréf frá Stefáni þar sem hann tilkynnir [...]að hann hafi keypt hús bókbindara G. Laxdals hjer í bænum og hann hafi í hyggju að lengja tjeð hús um 2 ½ alin til norðurs. Bygginganefnd gerði athugasemd við þessi áform Stefáns vegna þess, að þessi lenging hússins kæmi í bága við brúna sem þar er yfir lækinn. Niðurstaðan varð sú, að Stefán færði brúna á eigin kostnað. En þess má geta, að 2 ½ álnir eru aðeins um 1,5m. Þetta sama sumar setti hann einnig grindverk stakkit framan við hús sitt og átti það eftir að draga dilk á eftir sér.
Grindverkið hafði hann nefnilega reist í óþökk bygginganefndar, sem taldi það skerða götuna. Sýslumaður var hins vegar ekki á því, vildi meina að gatan væri alveg nógu breið að austan og gat ekki séð, að girðing sín skerti hana nokkuð. Urðu nú um þetta töluverðar deilur. Bygginganefnd gaf sig hins vegar ekki, og fór fram á að sýslumaður greiddi sekt (styrk til fátækra) eða flytti girðinguna. Þessar deilur stóðu frá júní til ársloka 1863. Hafði nefndin m.a. á orði, að [...]sýslumaður S. Thorarensen ætti ekki fremur en aðrir að komast hjá að greiða bætur til fátækrasjóðsins, fyrir hina óleyfilegu byggingu sína á stakkiti þessu, og fyrir það hann hefur óhlíðnast[svo] því að rífa það niður, þegar byggingarnefndin krafðist þess og skoraði hún því á amtið[...] að greiða þessar bætur samkvæmt lögunum. Bygg.nefnd. Ak. Nr. 29, 1863). Sýslumaður væri aldeilis ekki yfir lög hafin. Það er nokkuð merkilegt í þessu samhengi, að svo harðvítugar deilur séu um grindverk og gerðar athugasemdir um lengingu hússins um 1,5m til norðurs. Því greinarhöfundur gat ekki séð í bókunum bygginganefndar, að vikið væri einu orði að viðbyggingunni til suðurs, sem þó var mun umfangsmeiri framkvæmd !
Árið 1863 voru haldnar fyrstu bæjarstjórnarkosningar hins nýja Akureyrarkaupstaðar og fóru þær fram á heimili hans. Voru þær sögulegar að því leyti, að þar greiddi kona fyrst atkvæði í kosningum, meira en hálfri öld áður en konur fengu kosningarétt (1915). Þar var um að ræða Vilhelmínu Lever, athafnakonu með meiru. Stefán mun hafa flutt úr húsinu síðla árs 1870 eða snemma árs 1871 en næsti eigandi var Hendrik Schiöth bakarí. Það má segja, að Lækjargata 4, sé byggð úr landi Aðalstrætis 6, en það hús var upprunalega hlaða sem Stefán fékk að reisa. Var það árið 1870. Síðar sama ár, eða snemma árs 1871 selur Stefán húsið Hendrik Schiöth bakara. Alltént er það svo í júní 1871, er E.E. Möller fær að reisa hlöðu (Lækjargata 2b) er útmælingin miðuð við bakaríið. Sem bendir til þess, að þá hafi Hendrik Schiöth verið orðinn eigandi hússins og starfrækt þar bakarí. Hér ber heimildum reyndar ekki alveg saman. Í Húsakönnun 2012 segir að Schiöth hafi ekki flutt í húsið fyrr en 1898 en í bók Steindórs Steindórssonar; Akureyri höfuðborg hins bjarta norðurs er ekki annað að sjá, en að Schiöth hafi eignast húsið á eftir Stefáni Thorarenssen um 1870. Hendrik Schiöth var hins vegar lengst af forstöðumaður brauðgerðar Höepfners. Hann sinnti einnig póstafgreiðslu og var auk þess gjaldkeri Íslandsbanka. Var múraður peningaskápur við skorsteininn og mun lengi vel hafa sést merki um hann- og sjást kannski enn. Kona Hendriks, Anna Schiöth var mikilvirkur ljósmyndari og garðyrkjukona, og var einna fremst í flokki þeirra, sem hófu ræktun Lystigarðsins árið 1912. Ræktaði hún einnig glæstan skrúðgarð við hús sitt.
Árið 1916 var húsið virt til brunabóta og það sagt íbúðarhús, einlyft og tvílyft á lágum steingrunni. Veggir timburklæddir og járn á þaki. Einlyfti parturinn með háu en tvílyfti með lágu risi. Á gólfi við framhlið voru tvær stofur og forstofa en stofa, eldhús og búr á bakhlið. Þrjár stofur og þrjú geymsluherbergi voru á lofti. Tveir skorsteinar voru á húsinu. Mál hússins voru 13,2x6,3m og húsið 6,3m á hæð og 21 gluggi.
Schiöth hjónin bjuggu hér til dauðadags, Anna Schiöth lést 1921 en Hendrik árið 1923. Eftir þeirra dag eignuðust húsið dóttir þeirra, Alma Schiöth og maður hennar Oddur Carl Thorarensen lyfsali. Hafa síðan ýmsir átt húsið og búið hér. Um miðja öldina fóru fram þó nokkrar breytingar á húsinu. Um 1953 munu veggir hafa verið bárujárnsklæddir og um 1960 var húsinu breytt í tvær íbúðir. Þá var einnig byggður kvistur á framhlið og gerður sér inngangur á efri hæð. Fékk húsið þá það lag sem það enn hefur.
Enda þótt Aðalstræti 6 sé umtalsvert breytt frá upphafi að ytra byrði er það í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði í umhverfinu. Það er ysti hluti einnar elstu og merkustu húsasamstæðu bæjarins. Turnbyggingin að sunnan setur á það sérstakan svip og kallast skemmtilega á við kvistinn. Vegna staðsetningar er líklegt að vel flestir sem heimsótt hafa Akureyri kannist við Aðalstræti 6 en það er beint á hinni valinkunnu ísbúð, Brynju. Húsið er að sjálfsögðu aldursfriðað og nýtur einnig verndar sem hluti varðveisluverðrar heildar, skv. Húsakönnun 2012. Fyrir fáeinum árum var settur á húsið skjöldur, minnismerki um fyrstu kosningu konu hérlendis, og er það svo sannarlega frábært framtak. Flest elstu hús bæjarins verðskulda eflaust skjöld sem þennan, því í fjölmörgum þeirra, hafa sögulegir atburðir átt sér stað, eða þekkt fólk úr sögunni alið manninn eða fæðst, og rétt að halda slíkum staðreyndum á lofti. Myndin er tekin þann 9. ágúst 2022.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1857-1902. Fundur nr. 24, 19. apríl 1862. Fundur nr. 26, 19. Júní 1863. Fundur nr. 29, 28. Des, 1863. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri. Elstu fundargerðabækur Bygginganefndar eru aðgengilegar á vef Héraðsskjalasafnsins.
Hjörleifur Stefánsson, Hanna Rósa Sveinsdóttir. 2012. Húsakönnun- Fjaran og Innbærinn. Minjasafnið á Akureyri. Pdf-skjal á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/Fjaran-og-Innbaerinn-2012.pdf
Steindór Steindórsson. 1993. Akureyri höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík. Örn og Örlygur
Ýmis manntöl á vef Héraðsskjalasafns og manntal.is, greinar á timarit.is; sjá tengla í texta
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 27
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 518
- Frá upphafi: 436913
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 349
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.