30.3.2023 | 16:09
Hús dagsins: Grundargata 6
Grundargata er stutt en stórmerkileg gata á Oddeyrinni. Liggur hún á milli Strandgötu og Gránufélagsgötu og er aðeins um 90 metra löng. Grundargötuhúsum gerði sá sem þetta ritar skil á vefnum fyrir um áratug en eins og í tilfellum margra elstu pistla taldi höfundur tíma kominn á uppfærslu. Grundargata er mjög stutt, aðeins 90 metrar og við hana standa sex hús. Grundargata hefur einhvern hæsta meðalaldur húsa sem þekkist í bænum en húsin sex, sem standa við götuna eru á aldrinum 99-138 ára á árinu 2023. Hornhúsið við Gránufélagsgötu austanmegin, Grundargata 6, er einmitt 120 ára í ár.
Grundargata 6 er reisulegt og stórbrotið hús. Það er dæmi um hús, þar sem viðbyggingar og viðbætur hafa skapað ákveðin sérkenni og gefið því sitt einstaka lag. Við getum borið saman hús nr. 5 og 6 við Grundargötu. Þau eru reist um aldamótin 1900, hús nr. 5 raunar nokkuð eldra, og voru í upphafi nokkuð svipuð í útliti, þ.e. ein hæð með háu mænisrisi (A-laga þaki). Grundargata 5 er nokkurn veginn óbreytt frá upphafi en nr. 6 var breytt umtalsvert á árunum um 1920 og eru þess hús nú gjörólík. Grundargötu 6 reisti Jón Jónatansson járnsmiður árið 1903. Fékk hann lóð þar sem mættust Grundargata og hin fyrirhugaða gata austur og vestur eyrina og þar átt við Gránufélagsgötu, sem ekki hafði hlotið nafn. Fékk hann að reisa hús 10x12 álnir (6,3x7,5m) einlyft með porti og gerði bygginganefnd kröfu um, að a.m.k. þrír gluggar væru á norðurstafni.
Húsið er stórt einlyft timburhús með portbyggðu risi. Risið, sem er gaflsneitt, er af svokallaðri mansard gerð. Mansard mætti lýsa þannig að risið sé tvískipt, efra risið að mæni er aflíðandi en upp frá veggjum er risið bratt. Þannig er brot í risinu, enda mansardþök stundum kölluð brotið ris. Kvistur er á austurhlið hússins. Að sunnanverðu skagar austurhluti hússins fram um líklega 1,5m og í kverkinni við útskotið eru útidyr. Á veggjum er panell eða vatnsklæðning, krosspóstar í gluggum og bárujárn á þaki. Skv. ónákvæmri mælingu grunnflatar á kortavefnum map.is mælist grunnflötur hússins um 11x8m, útskot að sunnanverðu um 5,5x1,5m.
Jón Jónatansson (1850-1913), sem reisti húsið, var Þingeyingur. Hafði hann áður verið bóndi á Skriðulandi í Aðaldal en einnig verið í vistum á bæjum í Fnjóskadal og Aðaldal. Til Akureyrar flutti hann fyrir 1890 og árið 1901 er hann titlaður aukapóstur. Jón var kvæntur Guðrúnu Sesselju Jónsdóttur, sem einnig var Þingeyingur, nánar tiltekið úr Múlasókn. Á meðal barna þeirra var Kristján (1886-1972) bakari, en hann stofnaði árið 1912, Brauðgerð Kr. Jónssonar eða Kristjánsbakarí.
Árið 1912, eða mögulega síðla árs 1911, eignast Ágúst Jónsson tómthúsmaður Grundargötu 6. Tveimur árum síðar er sonur hans, Ólafur húsgagnasmiður, orðinn eigandi hússins ásamt föður sínum. Ólafur fékk að byggja við húsið árið 1915, einlyfta byggingu, 5x5,65m að stærð suðaustanmegin við húsið. Þar hafði hann trésmíðaverkstæði.
Árið 1917 var Grundargata 6 virt til brunabóta og lýst á eftirfarandi hátt: Íbúðarhús einlyft með porti og háu risi á kjallara. Viðbygging við bakhlið ein lofthæð á kjallara. Á gólfi við framhlið 2 stofur. Við bakhlið forstofa og eldhús. Á lofti 2 íbúðarherbergi og 2 geymsluherbergi. Kjallara skipt í tvennt. Í viðbyggingunni er trésmíðaverkstæði (Brunabótafélag Íslands, 1917: nr. 237). Á uppdrætti með brunabótamati sést að viðbygging hefur staðið nokkuð innan við norðurstafn hússins en jafnframt skagað örlítið fram fyrir suðurstafninn. Húsið er sagt 7,5x6,3m að stærð en stærð viðbyggingar er ekki gefin upp.
Árið 1920 sækir Ólafur Ágústsson aftur um að byggja viðbótarbyggingu við húsið og hefur bygginganefnd á orði, að þessar breytingar verði til prýði fyrir húsið. Ekki fylgja lýsingar, en fram kemur að breytingarnar séu samkvæmt uppdrætti. Breytingar þessar fólust væntanlega í því, að þak viðbyggingar var hækkað, sem og þak upprunalegs húss og núverandi þakgerð komið á. Þá hefur viðbyggingin væntanlega verið lengd til norðurs, að stafni upprunalega hússins. Í Húsakönnun 1995 eru leiddar að því líkur, að húsið hafi þá fengið það lag sem það hefur nú. Á mynd, sem tekin er 1931, sést að húsið hefur fengið núverandi útlit. Mögulega hefur húsið verið járnklætt um svipað leyti, en á húsinu var löngum bárujárn og steinblikk.
Nokkrum árum eftir þessar framkvæmdir reisti Ólafur Ágústsson stórhýsi við Strandgötu 33 og flutti þangað ásamt fjölskyldu sinni. Það var árið 1924. Þá eignaðist húsið, þ.e. Grundargötu 6, Bjarni Hjaltalín, fiskimatsmaður. Átti Hjaltalínsfjölskyldan heima þarna um áratugaskeið og húsið jafnan nefnt Hjaltalínshús. Íbúðaskipan hefur sjálfsagt verið margvísleg í gegnum tíðina, í manntölum frá 3. og 4. áratug eru ýmist tvö eða þrjú íbúðarrými skráð í húsinu. Síðustu áratugina hefur húsið verið einbýlishús.
Á árunum 2010-18 fóru fram á húsinu viðamiklar endurbætur. Það hafði lengi verið járnklætt en þegar þeirri klæðningu var flett af, sumarið 2011, mátti sjá móta fyrir útlínum upprunalega hússins á norðurstafni. Endurbæturnar hafa heppnast stórkostlega og er Grundargata 6 eða Hjaltalínshúsið nú sannkölluð perla í umhverfi sínu. Húsið er stórbrotið og sérstakt í útliti og svo sannarlega hægt að taka undir ríflega aldargamalt álit bygginganefndar, að breytingar Ólafs Ágústssonar séu til prýði. Í Húsakönnun 2020 hlýtur húsið miðlungs varðveislugildi og er að sjálfsögðu aldursfriðað, þar sem það er byggt fyrir árið 1923. Meðfgylgjandi myndir af Grundargötu 6 eru teknar 29. desember 2018, 1. maí 2017 og 24. ágúst 2011. Myndin af Grundargötu 5 er tekin 6. júní 2013.
Heimildir: Bjarki Jóhannesson. 2021. Húsakönnun fyrir Oddeyri 2020. Akureyrarbær. Aðgengilegt á pdf-formi á slóðinni Husaskra-Oddeyrar-Merged2-.pdf (minjastofnun.is)
Brunabótafélag Íslands, Akureyrarumboð. Virðingabók 1916-1917. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri. HskjAk. F-117/1 Aðgengilegt á vef Héraðsskjalafsafnsins Virðingabók Brunabótafélags Íslands, Akureyrarumboð 1916-1917 by Héraðsskjalasafnið á Akureyri - Issuu
Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1902-21. Fundur nr. 252, 2. júlí 1903. Fundur nr. 404, 15. feb. 1915 Fundur nr. 473, 2. Ágúst 1920. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri. Aðgengilegt á vef Héraðsskjalafsafnsins: Fundargerðabók bygginganefndar Akureyrar 1857-1902 by Héraðsskjalasafnið á Akureyri - Issuu
Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri
Ýmis manntöl á vef Héraðsskjalasafns og manntal.is, greinar á timarit.is; sjá tengla í texta.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 419
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 256
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Arnór. Ég var að lesa Norðan við stríð e. Indriða G. Þorsteinsson. Sagan gerist á Akureyri árin 1940-41. Indriði þekkti til þar. En ég varð hissa á götunöfnunum. Aðalstræti er oft nefnt, en aldrei Hafnarstræti. Svo hefur hann Nýlendugötu við eða á Oddeyri. Hétu göturnar annað á þessum árum - eða hvað? Sum götuheitin notar hann óbreytt.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 5.4.2023 kl. 12:14
Sæl.
Nýlendugötu kannast ég svosem ekki við þarna, hvorki af gömlum heimildum né öðru, gæti verið að Indriði hafi tekið sér skáldaleyfi þarna. En þetta gæti einnig hafa verið nokkurs konar "gæluheiti" á einhverri götunni á Eyrinni á þessum árum. Gránufélagsgata og sérstaklega Oddeyrargata voru t.d. nefndar Kúagata, eftir kúm Oddeyringa, sem reknar þar til beitar á Brekkunni. Svo er spurning hvað götuheiti hafa verið almenn, langt fram eftir 20. öld voru t.d. hús frekar nefnd eftir eigendum fremur en númerum við götur. Tíðkaðist jafnvel í opinberum bókunum (sbr. fundargerðir Bygginganefndar).
Arnór Bliki Hallmundsson, 5.4.2023 kl. 20:30
Það er dálítið erfitt f. konu að lesa þessa bók, því kvenfyrirlitning höfundar skín í gegn. Ég á nokkrar gamlar e. Arnald son hans, las Grafarþögn um páskana. Lýsing hans á heimilisofbeldi er óhugnanlega góð. Maður spyr sig ...
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 12.4.2023 kl. 13:36
Ég hef lítið lesið af Indriða, þekki auðvitað 79 af stöðinni, bókina og myndina, og þykir frábær. Leiðinleg svona kvenfyrirlitning, tók svosem ekki sérstaklega eftir henni í 79. En ég hef lesið flestallar bækur Arnaldar og er sammála, hann er frábær höfundur og greinilegt, að hann vinnur mikla rannsóknarvinnu og setur sig mjög inn í tíðaranda. Tekur einnig á alls kyns alvarlegum málefnum, sbr. heimilisofbeldi og fordómum. Las einmitt Kyrrþey í rútu á leið milli Reykjavíkur og Akureyrar og þótti góð. (Titillinn fer reyndar svolítið í mig, finnst það ætti að vera "Kyrrþeyr" eða "Í kyrrþey", sérstakt að titill sé í þágufalli)
Arnór Bliki Hallmundsson, 13.4.2023 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.