17.4.2024 | 14:06
Viðhorf til hjólreiðamanna
Ekki þekki ég til þessa tiltekna máls, annað en það sem ég hef séð í fréttum, en það að aka vísvitandi á hjólreiðamann er ekkert annað en TILRÆÐI. Það sem hins vegar gerist ævinlega, þegar frétt á borð við þessa fer um netmiðla byrjar söngurinn "hjólreiðamenn eru alltaf fyrir" og "hjólreiðamenn fara ekki eftir reglum" og árstíðabundna vers sama söng "það á ekki að hjóla á veturna". Svona eins og framangreint beinlínis RÉTTLÆTI svona lagað. En stöldrum aðeins við þennan punkt: Hjólreiðamenn eru alltaf fyrir. Þetta þykir þó nokkrum svo djöfullegt, að umræddir hjólreiðamenn teljast allt að því réttdræpir. Allir vilja auðvitað allir komast leiðar sinnar og tafir hvers konar geta verið hvimleiðar. En stundum gerist það, að bílum er lagt á hjóla/göngustíga eða snjór annað hvort ekki ruddur eða á hinn veginn að snjóruðningar loki viðkomandi stígum. Ef fundið er að því er segin saga, að slíkt er afgreitt sem "væl" eða "tuð" eða jafnvel "frekja". Stórmerkilegt, svo ekki sé meira sagt. Svo gæti ég haldið áfram. Sumum finnst það algjört fásinna og sóun á fé skattgreiðenda að leggja göngu- eða hjólastíga. Hér skal þó skýrt tekið fram, að ég tel þetta ekki almenna viðhorfið og ég upplifi nánast undantekningalaust sjálfur tillitssemi í minn garð á götum Akureyrar. Og flestir hafa skilning á ólíkum þörfum ólíkra samgöngumáta.
Eitthvað af þessum viðhorfum gæti skýrst af því, að fólk telur hjólreiðar ekki vera samgöngumáta heldur "sport" og þess vegna sé t.d. bara allt í lagi þó einhver hjólastígur sé tepptur eða lokaður. Það er bara einfaldlega rangt! Sjálfur fer ég t.d. flestallra minna ferða hjólandi og ég þarf alveg eins að mæta á staði á réttum tímum, eða ná fyrir lokun eins og ökumaðurinn, sem bölvar hjólreiðamanninum, sem alltaf er fyrir. Og ég er aldeilis ekki eini maðurinn, sem notar þennan ferðamáta.
Alhliða lausnin í þessu öllu saman er, að allir vegfarendur, óháð ferðamáta taki sjálfsagt tillit til hvers annars.
Ert þú þá svona latte-lepjandi hjólagaur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 11
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 460
- Frá upphafi: 436799
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 293
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bæði hjólreiðamenn og ökumenn bifreiða eiga að fara eftir umferðareglum.
Það gengur ekki að annar geti skáskotið sér yfir gatnamót, farið á móti umferð, farið af götu yfir á gangbraut og aftur á götuna hinum megin.
Svoleiðis býður uppá að aðrir taka ekki tillit til hinna.
Og það er það sem því miður skeður oft.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 17.4.2024 kl. 16:28
Sæll. Það er einmitt lóðið. Allir eiga að fara eftir umferðarreglum, óháð ferðamáta. Þessi hegðun sem þú lýsir er auðvitað ólíðandi - og auðvitað með öllu ólögleg - og býður upp á slys.
Það er líka ítrekuð svona athæfi, sem skapar ákveðið óþol gagnvart hjólreiðamönnum. Það er nefnilega ekki allt ökumönnum að kenna - eins og stundum er haldið fram - ekkert frekar en að hjólreiðamenn eigi ekkert gott skilið og séu almennt réttlausir vegna gáleysislegrar hegðunar sumra þeirra.
Gagnkvæm tillitssemi og skilningur er þannig númer 1,2 og 3 og þar er enginn stikkfrí!
Arnór Bliki Hallmundsson, 17.4.2024 kl. 23:19
Bla bla bla Birgir.
Hjólreiðafólki er heimilt að vera hvoru tveggja á götunni og gangstéttinni.
Reiðhjólamaður á götunni setur engan í hættu nema sjálfan sig.
En farðu ekki að grenja yfir því að hjólreiðafólk nýti reiðhjólið sem hagkvæman ferðamáta.
Bú hú hú
Guðjón Birgisson (IP-tala skráð) 18.4.2024 kl. 14:52
Raunar er hjólreiðamaður í meiri rétti á götu en gangstétt, skilji ég umferðarlögin rétt. Gangandi stendur stundum stuggur af hjólreiðamönnum á gangstéttum og það kannski eðlilega. En þá er sjálfsagt að hringja bjöllu...Eftir stendur, að í augum margra eru reiðhjól einhvers konar olnbogabörn, hvorki velkomin á götur né gangstéttir. Svo, af því ég hef mjög gaman að bregða mér út fyrir þéttbýlið á hjólinu, mætti einnig ræða viðskipti hjólreiðamanna og hestamanna, en það er raunar efni í annan pistil...
Arnór Bliki Hallmundsson, 18.4.2024 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning