Hús dagsins: Hafnarstræti 18. Eilítið um norsku húsin (sveitser).

P3110009Síðustu hús dagsins hafa verið staðsett á Oddeyri en nú færi ég mig yfir í Innbæinn, nánar tiltekið í Hafnarstræti 18. Húsið er reist 1902 af norska stórkaupmanninum Otto Thulinius og er húsið jafnan kallað Túlíníusarhús. Húsið er dæmigert fyrir hús sem voru vinsæl meðal efnafólks hér á landi upp úr 1900 og voru kölluð katalóghús eða norsk hús. En þessi hús var hægt að panta úr sölubæklingum ( katalógum ) og fá þau send tilhöggvin frá Noregi. Einkenni þessara húsa voru einna helst mikil útskorin skraut á þakskeggjum og kvistum, stórir gluggar auk þess sem flest voru þessi hús stærri og meiri en önnur. Þessi stíll kallaðist líka "sveitser". Húsin voru forsmíðuð í Noregi, síðan tekin í sundur og hver einasti biti og bjálki merktur þannig að hægt væri að setja þau saman eftir leiðbeiningum. Einnig voru mörg dæmi þess að hús væru smíðuð hér að öllu leyti og katalóghús notuð til fyrirmyndar. Ekki er vitað með vissu hvort Túlíníusarhús er smíðað hér frá grunni eða flutt tilhöggvið frá Noregi. Líkt og gengur og gerist með eldri hús hefur þarna verið ýmis starfsemi. Thulinius verslaði þarna og bjó á efri hæðum, breska setuliðið tók húsið til afnota 1940 en um 1975 var húsið löngu komið í eyði og rætt um niðurrif þess. En það var gert upp og það með glæsibrag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband