4.7.2009 | 00:50
Athyglisverðar götur á Akureyri
Sá sem hefur stundar það að ganga um götur Akureyrar tekur fljótlega eftir ýmsu athyglisverðu varðandi númer í sumum götum. Tökum sem dæmi tvær langar, samsíða götur á Brekkunni. Byggðavegur og Þórunnarstræti liggja frá Gleráreyrum, Þórunnarstræti nær suður að Naustahverfi en Byggðavegur að Dvalarheimilinu Hlíð. Húsnúmerin neðst í götunum eru á öðru hundraði, Byggðavegur nær í 100 sextíuogeitthvað og Þórunnarstræti 136, enda göturnar langar. En reyndu að ganga þessar götur á enda og finna Byggðaveg 1 eða Þórunnarstræti 2. Það gæti reynst erfitt. Tilfellið er nefnilega, að þessar götur byrja báðar á áttatíuogeitthvað. Ekki kann ég að nefna ástæðu þess, en líklegt þykir mér að göturnar hafi verið skipulagðar þannig upprunalega að þær næðu lengra og húsalóðir við þær alla leið. Í sumum götum vantar alveg sum númer, t.a.m. er röðin Hafnarstræti 49-71 eftirfarandi: 49,53, 57, 63, 71. Þarna á milli eru reyndar mikil stórhýsi, Gamli Barnaskólinn, Samkomuhúsið og Sjónarhæð.
Nú þekki ég ekki til annars staðar en vel gæti ég trúað að mörg samskonar dæmi megi finna í öðrum bæjarfélögum en Akureyri. En ein er sú gata á Oddeyrinni sem hefur sennilega eitt furðulegasta númerakerfi sem finnst á byggðu bóli.
Nefnilega Gránufélagsgata. Hún liggur samsíða Strandgötu í A-V og nær frá ÁTVR í miðbænum og niður að sjó. Frá Glerárgötu er röðin að austan eðlileg frá 12-22, en hús nr. 12 er upprunalega nr. 28. Að vestan er röðin hefðbundin 19, 21, 23 og 27. En við hliðina á 27 stendur 39,41a og 41. Þessi hús eru ein heild, stórt þrílyft steinhús, kallað Sambyggingin. Neðan 41 stendur svo 43, eins og vera ber. En svo heldur gatan áfram frá 29, neðan við 43. Hús nr. 16 stendur beint á móti 43 og beint á móti 33 er 22. H.u.b. hvert einasta sumar frá 1997 hef ég farið í sögugöngur Minjasafnsins um Oddeyrina og aldrei hefur neinn, hvorki leiðsögumaður eða þátttakandi ( sem oft eru margir býsna fróðir um Eyrina ) haft svo mikið sem minnstu hugmynd um ástæðuna fyrir þessu. Það er svo sannarlega margt skrýtið í kýrhausnum.
Gránufélagsgatan á vordegi 2006. Hér sjást hús nr. 39-41 og svo 27 þar við hliðina. Hlíðarfjall í fjarska í baksýn.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 33
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 504
- Frá upphafi: 436859
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 326
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við þetta má kannski bæta að ég bjó í Gránufélagsgötu 27 í tvö ár (1997-99). Fínasta hús á frábærum stað. Oft kom það fyrir að fólk frá póstinum bankaði upp á til að spyrja um tiltekin hús í Gránufélagsgötunni, skildi hvorki upp né niður í neinu.
Arnór Bliki Hallmundsson, 4.7.2009 kl. 20:47
Mýrarvegur er eins. Byrjar á 111 og 114 og kallast á við húsnúmer á Byggðavegi og Þórunnarstræti þar neðan við sem eru á sama bili.
Ég bölvaði Gránufélagsgötunni talsvert þegar ég vann á póstinum. Eins og þetta ruglaða númerakerfi sé ekki nóg þá átta margir sig ekki á því að tvö hús ofan Glerárgötu tilheyra Gránufélagsgötu, þ.e. nr. 4 (JMJ húsið) og nr. 7. Svo þurfti stundum að leita uppi fólk sem bjó í nr. 48 og 49 sem er í raun iðnaðarhúsnæði nær höfninni.
Bjarki (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.