Hús dagsins: Hafnarstræti 29-41

P7040032 Að þessu sinni er hús dagsins ekki eitt heldur sjö. Nefnilega húsaröðin frá 29 til 41 við Hafnarstræti. Húsin bera öll sama svipmót, tvílyft á lágum kjallara með lágu risi og er þetta dæmi um vel varðveitta, heilsteypta húsaröð. Hafnarstræti 29  er reyndar mun stærra og meira um sig; á þremur hæðum en hefur samt sama lag og næstu hús, eins konar "large" útgáfa af húsunum neðan við. Húsin voru byggð á árunum 1903-1907, Hafnarstræti 33 og 41 árið 1903, nr.39 1904, nr.37 1905 og nr. 35 1906. 29 var síðan reist ári seinna. Þessi hús eru öll talin verk smiðanna Sigtryggs Jóhannessonar og Jónasar Gunnarssonar en þeir voru einir helstu húsasmiðir Akureyrar í upphafi 20. aldar. Hús nr. 41 er næst á myndinni. Þar bjó og hafði vinnuaðstöðu Hallgrímur Einarsson ljósmyndari. Ef skoðuð er gömul mynd frá Akureyri frá árunum 1900-20 eru góðar líkur á að sú mynd sé eftir Hallgrím, en hann var í fyrsta lagi einn af örfáum starfandi ljósmyndurum í bænum og tók mikið af myndum af húsum og götum.

Eitt er það hús að í þessari röð sem ég hef ekki minnst á. Hafnarstræti 31 (blátt hús, næstlengst t.v.) er nefnilega frábrugðið hinum húsunum að því leyti að það er steinsteypt og reist 1999. Það fellur hins vegar val að götumyndinni og fæstum sem ekki vissu gæti dottið í hug að þarna væri um nýbyggingu að ræða. Þegar nýbyggingar eru reistar í gömlum, rótgrónum götum er yfirleitt gerð sú krafa að þær séu í sama stíl og þær byggingar sem fyrir eru. Hafnarstræti 31 er sennilega skýrasta dæmið um þegar slíkt heppnast frábærlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 324
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband