Hús dagsins: Laxdalshús, Hafnarstræti 11

P6050023Í síðustu færslu skrifaði ég um elsta hús Oddeyrar, Gránufélagshúsin. Því er ekki úr vegi að birta hér umfjöllum um elsta hús Innbæjarins og þar af leiðandi elsta hús Akureyrar. Gömlu bæjarhlutarnir á Akureyri eru raunar tveir, Innbærinn og Oddeyri og lengi vel voru þetta tvö "sjálfstæð" þorp aðskilin með brattri og torfærri brekku. Innbærinn er miklu eldri, en hús dagsins með tekur Gránufélagshúsin,  136 ára, í nefið hvað aldur snertir. En Hafnarstræti 11 eða Laxdalshús er 214 ára, reist 1795.

Laxdalshús er kennt við Eggert Laxdal kaupmann en hann bjó í því frá því um 1875 til 1900. Húsið reisti hins vegar danskur kaupmaður, G.A.  Hann stóð fyrir verslun þarna til 1808 er hann var dæmdur fyrir fjársvik og erlend fyrirtæki, kröfuhafar Kyhns eignuðust húsið og reksturinn en eftir það gekk húsið og verslunarreksturinn oftsinnis kaupum og sölum fram eftir 19. öldinni. Verslun mun hafa verið rekin í húsinu fram vel fram yfir 1900. Tvisvar var þetta hús hætt komið en árin 1901 og 1912 brunnu öll næstu hús við Laxdalshúsin í tveimur af þremur* "bæjarbrunum" á Akureyri. Enda kemur í ljós að öll hús á fleyglaga reitnum sem afmarkast af syðsta hluta Hafnarstrætis og nyrsta hluta Aðalstrætis eru reist eftir 1901 og aðeins eitt, utan Laxdalshúss, fyrir 1912. Eins og oft var með eldri timburhús þegar líða tók á 20. öldina varð húsið "leigukassi" en bærinn eignaðist það 1942 og lengst af var viðhaldi lítið sinnt. Um 1980 var húsið hins vegar tekið í algera yfirhalningu og var endurgerð þess lokið á nokkrum árum. Síðan þá hefur ýmis starfsemi verið í húsinu, veitingasalur, skrifstofur og nú er húsið notað undir ýmsar sýningar og menningarviðburði. Þessi mynd er tekin í júní 2006.

*Þriðji "bæjarbruninn" varð á Oddeyri 1906 þegar öll efstu hús við Strandgötu, þrjú stærstu hús bæjarins, öll nýbyggð þaraðauki brunnu til grunna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

flott hús !

Ragnheiður , 2.8.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband