Af hverju þarf alltaf að virkja uppi á hálendinu !?

Eflaust eru margir náttúruverndarsinnar sem spyrja sig að þessu. Af hverju þarf endilega að fórna ósnortnum víðernum uppi á hálendi undir uppistöðulón, hvað eftir annað ? Er ekki andskotans nóg af fallvatni niðrí byggð eða á láglendi. Af hverju þarf alltaf að virkja uppi á hálendi þar sem náttúran er viðkvæmust ? Við þessu er einfalt svar. Vatnsaflsvirkjun í sinni einföldustu mynd byggir á lögmálinu um stöðuorku, þ.e. hún jafngildir margfeldi þriggja þátta, massa (m), þyngdarhröðunar ( g= fasti 9,82m/s2) og hæðar ( h) þ.e. U=mgh. Aflið verður því meira sem fallhæðin er meiri og hvernig næst mest fallhæð? Jú með því að hafa uppistöðulón sem hæst fyrir ofan stöðvarhús. Og hvaða landsvæði er hæst uppi ? Þannig liggur svarið við spurningunni að ofan í einfaldri eðlisfræði. Ef aðeins væri virkjað niðrí byggð yrðu virkjanirnar aflminni og þá þyrfti fleiri virkjanir og þaraðauki líklegt að tún og jafnvel bæir þyrfti undir vatn. Hins vegar þarf alltaf að vega og meta á sanngjarnan og fræðilegan hátt hvort svæði sé fórnandi í þessum tilgangi.P7040025                                                                                                                               Meðfylgjandi þessum pistli hef ég mynd af Glerárvirkjun. Hún er ein af elstu vatnsaflsvirkjunum landsins , reist 1921-22 og sá Akureyringum ein og sér fyrir rafmagni í átján ár eða þar til Laxárvirkjun reis. Uppsett afl er 290 kW. Þarna ( 4.júlí sl. ) eru miklir vatnavextir en það sést á því að það flæðir yfir bæði yfirföllin. Yfirfallið vinstra megin er að öllu jöfnu um hálfan meter yfir lónsyfirborði.

                                                                                                                            


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband