Skálin í Hlíðarfjalli

027Eitt af því sem talið er til marks um hlýnandi veðurfar er hopun jökla. T.a.m var það í fréttum nýlega að Snæfellsjökull gæti verið horfið eftir 100 ár og allir jöklar landsins að Drangajökli undanskildum munu vera á undanhaldi. Einn af þeim jöklum sem eru á undanhaldi er hlíðarjökullinn eða sísnævinn sem fyllir skálina í Hlíðarfjalli. Síðsumars 2003, þegar þessi mynd er tekin gerðist það sem ekki hafði gerst svo lengi sem elstu menn mundu ( en þeir eiga það nú reyndar til að muna skringilega stutt- en það er önnur saga ) að skálin fór í sundur. En eins og sést á þessari mynd er skarð í snjónum. Þetta þótti a.m.k. það merkilegt að það var talað um þetta í fjölmiðlum. Ástæðan fyrir því að ég tók mynd af þessu var sú þetta virtist það einstakt að það myndi e.t.v. ekki gerast aftur í bráð. En annað kom á daginn. Skálin hefur farið í sundur ár hvert síðan þetta var og stundum nánast horfið, eins og t.d. 2004 þegar fór saman mildur vetur og hlýjasta sumar í lengri tíma. Ég hélt lengi vel að skálin myndi haldast heil þetta sumarið. Bæði var veturinn óvenju kaldur og snjóþungur ( nb. miðað við síðustu ár!) og vorið og sumarið ekkert sérstakt; harkalegt hret í maíbyrjun og annað júlíhret. En mér hefur sýnst á öllu að skálin muni enda í sundur þegar líður á haustið.  Sennilega mun í framtíðinni þykja fréttnæmt ef skálin helst heil yfir sumar- en líklega mun hún að endingu hverfa á vorin eins og annar vetrarsnjór.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Svona fyrir þá sem elta ólar við smáatriði þá er að sjálfsögðu átt við að snjórinn í skálinni fari í sundur en ekki skálin sjálf, þó ég orði það þannig í textanum. 

Arnór Bliki Hallmundsson, 10.8.2009 kl. 20:20

2 Smámynd: Loftslag.is

Áhugavert. Já heyrðu, ég skrifaði aðeins um jökla sem eru að hverfa (sjá Jöklar heims bráðna).

Loftslag.is, 18.8.2009 kl. 00:06

3 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Afar fróðleg lesning um jöklana á heimsvísu. M.v. spárnar virðist landið verða nær íslaust um 2200. Og já, skálin í Hlíðarfjalli er farin í sundur nú þegar, tók eftir því dag.

Arnór Bliki Hallmundsson, 18.8.2009 kl. 04:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 30
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 615
  • Frá upphafi: 420817

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 491
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband