Hús dagsins: Aðalstræti 4, Gamla Apótekið

Hús dagsins á stórafmæli, 150 ára, í ár en það var reist árið 1859P6050026 af Jóhanni P. Thorarenssen lyfsala. En síðast skrifaði ég um Gamla Spítalan og kannski rökrétt að skrifa næst um Gamla Apótekið. Líklegt er margir sem heimsótt hafa Akureyri  kannist við þetta hús en það stendur beint ofan við ísbúðina þjóðkunnu, Brynju. Hús þetta var eitt stærsta og veglegasta sem risið hafði í bænum. Lengd og breidd hússins var einnig óvenju mikil- þ.a. húsið var á allan hátt rýmra en gekk og gerðist með íbúðarhús. Þá stóð húsið hærra uppi en önnur hús í bænum og var því mjög áberandi.  Teiknari hússins Jón Chr. Stephanson var menntaður í Danmörku og mun húsið vera undir miklum áhrifum þaðan. Stór kvistur og sneiðingar á göflum gefa húsinu sérstakan svip og líkist það kanski einna helst Stjórnarráðshúsinu fljótt á litið.  Apótek var í húsinu allt til ársins 1929 en síðan þá hefur húsið verið íbúðarhús. Nú eru þrjár íbúðir í húsinu en trúlega hafa þær verið fleiri gegn um tíðina. Húsinu hefur verið haldið vel við en er gjörbreytt frá fyrstu gerð. Upprunaleg var það timburklætt með með stórum sexrúðugluggum og skrautlegum palli framan við. En uppúr 1950 var húsið húðað skeljasandsmúr, forskalað eins og það er kallað og gluggapóstum breytt. Algengt var á þessum árum að  gömul timburhús væru múrhúðuð, það þótti trúlega einfaldara og ódýrara heldur en að skipta um klæðningu. Þessi mynd er tekin 5.júní 2006, í sama göngutúr og ég tók myndina af Gamla Spítalanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég býð spenntur eins og rottubogi eftir nýrri færslu!

Mummi (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 12:14

2 identicon

Þetta eru magnaðar færslur hjá þér Nóri! Virkilega gaman að lesa þetta!

Þorgeir (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 18:02

3 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Gaman að heyra, þakka góðar viðtökur

Arnór Bliki Hallmundsson, 21.8.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband