31.8.2009 | 14:06
Hús dagsins: Hafnarstræti 91-93; KEA húsið
Þetta hús ætti að vera öllum sem einhvern tíma hafa komið til Akureyrar kunnuglegt. KEA húsið stendur á mótum Kaupangsstrætis og Hafnarstrætis og framhliðin snýr að fyrrnefndu götunni. En þetta er líklega eitt þekktasta götuhorn Akureyrar og margir segja að þetta sé fallegasta götuhorn landsins. En húsið var reist árið 1930 fyrir Kaupfélag Eyfirðinga, KEA og hafði það þarna sínar höfuðstöðvar í 76 ár, en það fluttist alfarið úr húsinu 2006. Húsið var eitt stærsta og veglegasta hús bæjarins á þeim tíma. Steinsteypt, þrjár hæðir og ris, grunnflötur L-laga og myndar mikið port á bakvið. Í kringum glugga og á þaki er skraut sem eflaust flokkast undir einhvern sérstakan stíl, en hann kann ég nú ekki að nefna. Þá eru gólf milli hæða öll steypt en það þekktist aðeins í fáum tilvikum á þeim tíma, þá helst í stórum, opinberum byggingum. Lengst af voru hinar ýmsu skrifstofur Kaupfélagsins á efri hæðum og verslun, Vöruhús KEA á þeirri neðstu. Margir muna eflaust eftir húsinu með rauðum neon stöfum sem myndaði "Kaupfélag Eyfirðinga" á framhlið, KEA tíglinum eða Sambandsmerkinu efst og á Hafnarstrætishlið var skilti, myndað úr bláum sexhyrningum á þar stóð "Vöruhús KEA". KEA hætti þarna verslunarrekstri 1996 og fluttist verslunin Bókval í rými Vöruhússins og er hún enn starfandi þar undir merkjum Eymundssonar. Þar er einnig rekið bókakaffi, kaffihús Te og Kaffi sem fluttist úr Hafnarstræti 98, Hótel Akureyri sem ég fjallaði um síðast. Árið 2006 fluttist KEA úr húsinu og tók á sama tíma upp nýtt merki sem leysti af tígulinn fræga og var hann í kjölfarið fjarlægður af húsinu. Nú eru ýmis fyrirtæki, m.a. Intrum á efri hæðum og merki þess fyrirtækis komið í stað KEA merkisins. Mörgum þótti brotthvarf tígulsins af húsinu hin mesta hneisa og jafnvel móðgun við sögu Akureyrar, enda KEA nátengt þeirri sögu á 20.öldinni. Þessi mynd er tekin nokkrum mánuðum eftir að tígullinn fór, febrúar 2007 en rúðupóstar neðstu hæðar halda merkjum KEA enn á lofti, eins og sjá má.
Hér má svo sjá KEA tígulinn margfræga, en þessi er utan á gamalli skemmu við Tryggvabraut. Áður var þetta merki býsna algengt á verslunarhúsum á Akureyri en nú held ég að þetta sé eini staðurinn sem tígullinn er sjáanlegur.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 436887
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 324
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég man eftir þessu húsi :) ég hef samt ekkert komið oft norður
Ragnheiður , 1.9.2009 kl. 11:42
Já held að flestir sem komið hafa einhvern tíma norður kannist við þetta hús. Þetta er á mest áberandi stað miðbæjarins og flestir leggja leið sína þangað. Líklega er þetta álíka tákn Akureyrar eins og Kirkjan og Súlutindur.
Arnór B.H. (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.