Hús dagsins: Hafnarstræti 91-93; KEA húsið

P2110026Þetta hús ætti að vera öllum sem einhvern tíma hafa komið til Akureyrar kunnuglegt. KEA húsið stendur á mótum Kaupangsstrætis og Hafnarstrætis og framhliðin snýr að fyrrnefndu götunni.  En þetta er líklega eitt þekktasta götuhorn Akureyrar og margir segja að þetta sé fallegasta götuhorn landsins. En húsið var reist árið 1930 fyrir Kaupfélag Eyfirðinga, KEA og hafði það þarna sínar höfuðstöðvar í 76 ár, en það fluttist alfarið úr húsinu 2006. Húsið  var eitt stærsta og veglegasta hús bæjarins á þeim tíma. Steinsteypt, þrjár hæðir og ris, grunnflötur L-laga og myndar mikið port á bakvið. Í kringum glugga og á þaki er skraut sem eflaust flokkast undir einhvern sérstakan stíl, en hann kann ég nú ekki að nefna. Þá eru gólf milli hæða öll steypt en það þekktist aðeins í fáum tilvikum á þeim tíma, þá helst í stórum, opinberum byggingum. Lengst af voru hinar ýmsu skrifstofur Kaupfélagsins á efri hæðum og verslun, Vöruhús KEA á þeirri neðstu. Margir muna eflaust eftir húsinu með rauðum neon stöfum sem myndaði "Kaupfélag Eyfirðinga" á framhlið, KEA tíglinum eða Sambandsmerkinu efst og á Hafnarstrætishlið var skilti, myndað úr bláum sexhyrningum á þar stóð "Vöruhús KEA". KEA hætti þarna verslunarrekstri 1996 og fluttist verslunin Bókval í rými Vöruhússins og er hún enn starfandi þar undir merkjum Eymundssonar. Þar er einnig rekið bókakaffi, kaffihús Te og Kaffi sem fluttist úr Hafnarstræti 98, Hótel Akureyri  sem ég fjallaði um síðast. Árið 2006 fluttist KEA úr húsinu og tók á sama tíma upp nýtt merki sem leysti af tígulinn fræga og var hann í kjölfarið fjarlægður af húsinu. Nú eru ýmis fyrirtæki, m.a. Intrum á efri hæðum og merki þess fyrirtækis komið í stað KEA merkisins. Mörgum þótti brotthvarf tígulsins af húsinu hin mesta hneisa og jafnvel móðgun við sögu Akureyrar, enda KEA nátengt þeirri sögu á 20.öldinni. Þessi mynd er tekin nokkrum mánuðum eftir að tígullinn fór, febrúar 2007 en rúðupóstar neðstu hæðar halda merkjum KEA enn á lofti, eins og sjá má.PC050009

Hér má svo sjá KEA tígulinn margfræga, en þessi er utan á gamalli skemmu við Tryggvabraut. Áður var þetta merki býsna algengt á verslunarhúsum á Akureyri en nú held ég að þetta sé eini staðurinn sem tígullinn er sjáanlegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég man eftir þessu húsi :) ég hef samt ekkert komið oft norður

Ragnheiður , 1.9.2009 kl. 11:42

2 identicon

Já held að flestir sem komið hafa einhvern tíma norður kannist við þetta hús. Þetta er á mest áberandi stað miðbæjarins og flestir leggja leið sína þangað. Líklega er þetta álíka tákn Akureyrar eins og Kirkjan og Súlutindur.

Arnór B.H. (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 308
  • Frá upphafi: 420183

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 221
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband