Ekki sama hvönn og hvönn

Mörgum líkar vel við risahvönnina (Heracleum mategazzianum) enda býsna falleg planta að sjá. Aftur á móti getur hún verið hið mesta skaðræði, safinn úr henni brennir eins og sýra og varað er við að börn séu að leik nærri plöntunni ( sjá þetta ). Enda hlýtur hún að vera heillandi í augum barna, einna líkust framandi frumskógarplöntu. Þá er hún býsna ágeng og valtar auðveldlega yfir þann gróður sem fyrir eru á svæðum þar sem hún breiðist út. Hvannir þykja almennt fallegar og geðþekkar plöntur en það er ekki sama hvönn og hvönn. Risahvönninni skyldi ekki ruglað við "gömlu góðu" ætihvönnina (Angelica archangelica). Ætihvönnin var notuð sem matjurt og þótti góð til lækninga á kvillum og ræturnar hið mesta hollmeti. Þó er hún einnig ágeng en oft nær sauðkindin að halda aftur af henni. Helsti munurinn á þessum plöntum er fyrst og fremst stærðin, en ætihvönnin er að jafnaði helmingi minni en risahvönnin, 1-2m á meðan sú síðarnefnda er 2-4. Þá er ætihvönnin með grænan eða ljósgrænan blómsveip en risahvönnin hvíta. P7230023

Myndin hér til hliðar af ætihvannarplöntu við Hótel Reynihlíð v. Mývatn, júlí 2007. Því miður á ég enga mynd af risahvönn á hraðbergi.


mbl.is Risahvönn ógnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 474
  • Frá upphafi: 436829

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 303
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband