Nokkrir stórgæðingar

Land RoverHér ætla ég að deila með ykkur nokkrum myndum úr bílamyndasafninu mínu. En eins og komið hefur fram áður eru það helst hús, bílar og fjöll sem ég tek fyrir þegar ég fer út að mynda. Ein tegund sem alltaf hefur heillað mig eru Róverarnir. Rover mun vera algengt hundanafn í ensku og algeng þýðing á því nafni hefur verið Tryggur. Eflaust á það vel við um Land Roverana. Komast allt og ganga endalaust ( eða svo er alla vega sagt ). LR Defender 88Hér eru nokkrir eðal gæðingar á ýmsum aldri en þessar myndir tók ég árin 2004 og 2005.

 

 

 

 

Land Rover gamallHér má líta þrjár týpur af Land Rover, efsta er ef mér skjátlast ekki af Series III en sá hvíti mundi vera Series II. Ekki er mér kunnugt um árgerðir þeirra en eitt er víst að sá hvíti er frá 1970 eða fyrr og sá blái ( efri ) er frá 1971 eða seinna. Hvernig er hægt að sjá það ? Jú, fyrir 1971 voru aðalljósin staðsett innan við hjólaskálarnar. Miðjumyndin er síðan 1988 árgerð af Land Rover Defender sem er einskonar "nýtísku jeppi" með gamla lúkkinu. Aðalsmerki Róverana hefur alltaf verið einfaldleiki og hrá hönnun og þeim eiginleikum er haldið við í Defendernum. En hvers vegna að halda því við? Er ekki lúxusinn það sem allir vilja? Það er nú einusinni þannig að jeppar eru ætlaðir fyrir hörku og erfiðar aðstæður. Þeir þurfa að vera þannig að úr garði gerðir að menn veigri sér ekki við að "láta þá finna fyrir því". Það er einhvern vegin mun auðveldara þegar í hlut á tiltölulega einfaldur og grófgerður bíll heldur en einhver lúxus limmósína.

En talandi um lúxusbíla. Hér er einn Range Rover, stundum kallaður fyrsti lúxusjeppinn. Þessi hér er árgerð 1986 og vakti hann athygli mína fyrir það hvað hann virtist ótrúlega vel með farin, virkaði eins og nýr úr kassanum þar sem hann stóð á bílasölu Höldurs í janúar 2004.Range Rover 86


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Sammála þér með Roverana, flottir bílar. Gamlir Landroverar hafa mikinn sjarma og kæmi ég því við þá myndi ég verða mér úti um svoleiðis og alveg eins Range Rover svipaðan þessum

Ragnheiður , 9.9.2009 kl. 23:31

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já þeir standa fyrir sínu Róverarnir enda búnir að þjóna landanum í meira en 60 ár. Lengi vel var það nánast undantekning á sveitabæjum ef ekki stóð gamall Land Rover á hlaðinu, túninu eða einhversstaðar nálægt bæjarhúsum.

Arnór Bliki Hallmundsson, 10.9.2009 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 57
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 353
  • Frá upphafi: 420374

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 256
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband