Hús dagsins: Strandgata 4; Nýja Bíó

P2110022Strandgötu 4 eða Nýja Bíó var byggt árið 1929  eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar. Á þessum tíma var algengast að steinsteypuhús hefðu svipmót timburhúsa, en hér er kominn fram sérstakur steinsteypu byggingarstíll. Þarna var starfandi kvikmyndahús um áratugaskeið en mér ekki kunnugt um það hvenær nákvæmlega þeirri starfsemi var hætt í húsinu, eða öllu heldur hætt í bili því þetta er jú bíóhús í dag. Þarna var seinna starfræktur vinsæll skemmtistaður sem bar nafnið 1929 eftir byggingarári hússins, en það stendur stórum stöfum efst fyrir miðju húsinu.  Í ársbyrjun 1997 skemmdist húsið talsvert í bruna en var byggt upp og þarna opnaði á ný kvikmyndahús á haustdögum 1998 sem enn er starfandi undir merkjum Sambíós. Þessi mynd er tekin í febrúar 2007 og ef mynd er stækkuð má sjá allt um hvaða myndir voru í sýningu þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 324
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband