Vel brúað vatnsfall

Eins og allir vita rennur Gleráin í gegn um Akureyri. Hún fellur um 20km leið fremst úr Glerárdal ( vatnasvið ca 100 ferkíómetrar ). Einhvern tíma heyrði ég það útundan mér að hún væri það vatnsfall hérlendis sem væri hvað mest brúað. A.m.k. miðað við lengd. Lítum aðeins á það mál. Byrjum neðan frá. Á Hjalteyrargötu, ca. 100m frá ósi er ein brú. Um 400m ofar á Glerárgötu (þjóðvegi 1) skáhallt á móti Glerártorgi er önnur brú. Eða öllu heldur brýr, ein fyrir hvora akstursstefnu. Þá eru komnar þrjár. Litlu ofar, í kjafti Glerárgils er  brúin sem sést hér á myndinni hér að neðan.P7040029 Er þetta elsta brúin á Glerá sem enn stendur, byggð 1922 og var í fullri notkun allt til 1999 að Borgarbraut var opnuð. Örlítið ofar, á stíflunni (sjá mynd hér) er göngubrú. Á Borgarbraut eru aðrar tvær brýr og ca. kílómetra ofar, á Hlíðarbraut eru hvorki fleiri né færri en þrjár brýr. Ein göngubrú, ein fyrir bílaumferð og ein gömul og aflögð, liggur nánast undir aðalbrúnni. Rétt ofan við er svo brú ætluð hestamönnum og tengir hún saman hesthúsabyggðirnar sín hvoru megin ár. Þarna eru komnar 11 brýr, og lengd árinnar frá ósum að hestabrúnni ofan Hlíðarbrautar er líklega um 2,5-3km. Á Glerárdal er síðan eftir því sem ég best veit tvennar göngubrýr, önnur lítið eitt framan öskuhauga og hin mikið lengra á dalnum. Þetta gera 13 brýr allt í allt á 20km, eða brú að jafnaði á 1,5km fresti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Ég sé ekki brúna á myndinni - ég sé ekki einu sinni myndina!

Hallmundur Kristinsson, 9.10.2009 kl. 23:43

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Búinn að leiðrétta þetta með myndina.

Arnór Bliki Hallmundsson, 10.10.2009 kl. 10:55

3 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Nei,sko, Mynd af brú!

Hallmundur Kristinsson, 10.10.2009 kl. 13:08

4 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Ef einhver hefur vitneskju um fleiri brýr á Glerá en ég tel upp hér eru þær upplýsingar vel þegnar.

Arnór Bliki Hallmundsson, 10.10.2009 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 496
  • Frá upphafi: 436891

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 328
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband