11.10.2009 | 18:14
Annar brúapistill: Eyjafjarðará
Í síðustu færslu tók ég fyrir Glerá og allar brýrnar sem yfir hana liggja, en þær eru æði margar eða raunar svo margar að ef þeim væri dreift með jöfnu millibili væru aðeins 1,5km á milli þeirra. Hins vegar er óvíst að þetta geri hana að mest brúuðu á landsins miðað við lengd. Eflaust má víða um land finna litlar lækjarsprænur með hærra "brúarhlutfalli" ef svo mætti að orði komast. Þá komum við að skilgreiningaratriði hvað ætti að telja á eða læk og jafnvel hvað ætti að kalla brú. Ekki fer ég nánar út í sálma hér. En í beinu framhaldi af brúapistli um Glerá er eðlilegt að taka fyrir annað vatnsfall sem rennur í nágrenni Akureyrar. Reyndar er þetta vatnsfall ekki nema að örlitlu leyti innan við sveitarfélagsmarka Akureyrar en neðstu 3km af þessu fljóti, sem er alls 60km renna þar um. Þarna á ég að sjálfsögðu við Eyjafjarðará. Á henni eru einnig nokkuð margar brýr, sumar aflagðar og sumar í fullri notkun. Byrjum neðst.
Það má kannski deila um hvort Leiruvegur, þjóðvegur nr. 1 og brúin á honum liggi yfir Eyjafjarðaránna eða fjörðinn sjálfan en ég ætla að miða við ánna. Í hugum margra liggja eflaust mörkin milli fjarðar og ár við veginn. ( Hugsa reyndar að fæstir séu neitt að pæla í þessu yfirhöfuð ) En þar er komin ein brú. Gamli þjóðvegurinn sunnan flugvallar leggur til einar þrjár brýr en þær eru komnar vel til ára sinna, þó ekki sé mér kunnugt um byggingarár þeirra. Þar með eru brýrnar orðnar fjórar. Skammt sunnan Hrafnagils liggur síðan Miðbrautin. Það er eftir því sem ég kemst næst nýjasta brúin yfir Eyjafjarðará, byggð um 1988. Þó er hún einbreið eins og raunar allar brýr yfir ánna utan Leirubrú. Sjötta brúin er við Melgerðismela, lítið eitt framan við Fellshlíð er brú ætluð hestamönnum. Til móts við Möðruvelli (austanmegin), 26km frá Akureyri er síðan önnur brú. Kallast það stór Eyjafjarðarhringur þegar farið er frá Akureyri og yfir þá brú og aftur til baka hinu megin, en lítill ef farið er yfir Miðbraut. Þá eru brýrnar orðnar sjö. Næst er ansi skemmtileg gömul bogabrú, byggð 1933, kölluð Hringmelsbrú. Er hún við bæinn Sandhóla um 30km framan Akureyrar. Níunda brúin er um 7km sunnar, en það er frumstæð göngubrú rétt undir hólaþyrpingunni við Hólavatn við merki Ártúns og Skáldstaða (vestanmegin). Sunnan undir hólunum er síðan brú fyrir bílaumferð. Sú brú og áðurnefnd bogabrú loka síðan um 20km hring fremst í firðinum, sem ég myndi kalla Hólahring og er það stærsti Eyjafjarðarhringurinn ef sá hringur er tekin til viðbótar við þann stóra. Ég hefði reyndar kallað þann hring, stóra Eyjafjarðarhringinn og Hólahring Eyjafjarðaráttuna. Sú leið er alls um 100km og skal eindregið mælt með bíltúrum þessar hringleiðir fyrir hvern þann sem heimsækir Akureyri eða Eyjafjarðarsveitir. Fremsta brúin er á heimreiðinni að bænum Halldórsstöðum og Tjörnum sem standa báðir austanmegin um 46km frá Akureyri. Sú brú var reist 1968 og mun hafa leyst af tvær brýr sem voru á sitt hvorri heimreiðinni. Þannig er heildarfjöldi brúa í byggð yfir Eyjafjarðará 11. Ekki veit ég hvort fleiri brýr leynast frammi á Eyjafjarðardal en ef einhver hefur upplýsingar um slíkt eru þær vel þegnar.
Sú heimild sem ég studdist við í þessum pistli, varðandi byggingarár brúnna o.þ.h. er bókin Byggðir Eyjafjarðar 1990, gefin út af Búnaðarsambandi Eyjafjarðar 1993.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 436887
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 324
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Berðu föður þínum kveðju mína, hann leystu gátuna um Dældir...var að sjá emailið frá honum í kvöld. Ég hef barist við undarlega tölvubilun, sum email skiluðu sér ekki.
Ragnheiður , 12.10.2009 kl. 22:50
Skila kveðjunni. Takk fyrir innlitið.
Arnór Bliki Hallmundsson, 13.10.2009 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.