Hús dagsins: Aðalstræti 50

Hús dagsins á stórafmæli í ár, það er sextánrætt ef svo mætti komast að orði, þ.e. 160 ára. En Aðalstræti 50 byggði Björn Jónsson prentari og ritstjóri árið 1849. Er húsið eitt þeirra allra elstu á Akureyri. P8150042Björn hóf þarna rekstur prentsmiðju og starfrækti hana þarna til æviloka 1886. Hann annaðist útgáfu og prentun blaðsins Norðra, síðar Norðanfara í þessu húsi.  Séra Matthías Jochumsson settist að á Akureyri 1886 og bjó hann í þessu húsi fyrstu 17 árin þar til hann reisti glæsihýsið Sigurhæðir neðan Akureyrarkirkju ( sem aftur reis ekki fyrr en löngu seinna ). Síðan hafa margir búið húsinu og það oft skipt um eigendur en því hefur alla tíð verið vel við haldið. Þetta hús var í hópi fyrstu húsa á Akureyri sem voru friðuð skv. þjóðminjalögum um 1980. Með í þeim hópi voru m.a. Hafnarstræti 18, Gamli Spítalinn, Samkomuhúsið, Laxdalshús og Gamla Prentsmiðjan. Þá voru hús friðuð í A eða B flokki. B flokkur tók til ytra byrði húsana en A var einskonar alfriðun. Er þetta hús friðað í B-flokki. Húsið var lengi vel klætt sk. rósajárni* og gluggar með þevrpóstum en um 2000 var það tekið  til gagngerra endurbóta og hefur nú verið fært til h.u.b. upprunalegs útlits. Sú endurgerð hefur líkast til aukið varðveislugildi hússins enn frekar. Þessi mynd er tekin 15.ágúst 2009.

*Rósajárn er raunar ekki járn heldur ál-zinkblönduklæðning. Kostur við þá klæðningu er að hún  tærist síður en bárujárn. Klæðningin er áþekk múrsteinahleðslu og er stundum líka kölluð steinblikk. Er næsta sjaldgæf utan Akureyrar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er gríðarlega fallegt hús. Er það íbúðarhús í dag ?

Ragnheiður , 23.10.2009 kl. 01:04

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já, eftir því sem ég kemst næst er búið í þessu húsi. Þetta er í hópi fallegustu húsanna í  þessari röð ( við Aðalstrætið) en hún er áberandi þegar ekin er Drottningarbraut að Akureyrarflugvelli.

Arnór Bliki Hallmundsson, 23.10.2009 kl. 13:49

3 Smámynd: Ragnheiður

Það endar með að ég kem norður, gangandi , til að skoða Akureyri á alveg nýjan hátt

Ragnheiður , 27.10.2009 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband