Fjallafærir

P3170063Hér koma nokkrar myndir af jeppum sem eiga það sameiginlegt að vera "verklegir" eða mikið breyttir.  Rík hefð er fyrir jeppabreytingum hérlendis. Breytingarnar ganga í öllum tilfellum út á að bílarnir séu fjallafærir á hvaða tíma ársins sem er, hvernig sem færðin er. Einkenni þessara breytinga eru hin ógurlegu dekk sem sett eru undir. Þau eru þó eingöngu toppurinn á ísjakanum. Flestir jeppar þurfa að gangast undir gríðarlega yfirhalningu til að hægt sé að koma dekkjunum undir, stundum þarf nánast að smíða þá upp á nýtt. En látum nú myndirnar tala sínu máli. Hér efst er Nissan Patrol ef ég man rétt árgerð 1994. Hann er á "38" dekkjum og ekki að sjá á honum að hann láti neitt stoppa sig.

 

 P3170064                                                                                                                                                       

Hér er svo Toyota Hilux sem komin er til ára sinna, sennilega árgerð ca. 1990,  einnig á "38". Hann er greinilega  búinn rauðum hásingum- ekki amalegt það.

 

 

 

 

 P3250004

Hér  gefur að líta Ford F350. Hann er líklega nýr þegar þessi mynd er tekin, mars 2006. Dekkin eru "46" en þessi bíll er um fjögur tonn þ.a. ekki veitir af. Þessi er líkast til á fjórða hundrað hestöfl.

 

 

 

 

 

Dodge Ram 49tomma

 Þessi Dodge Ram t.h. er á 49 tommu dekkjum. Þeir gerast ekki mikið verklegri en þessi en þrátt fyrir rúm 3 tonn ætti þessi að fljóta yfir hvað sem fyrir verður.  

 

 

 

Og þrátt fyrir að þessi Suzuki Fox virðist nú ekki til stórræðana samanborið við stórgæðingana hér en hann á  nú samt rétt á að kallast fjallafær. Á Suzuki Fox sannast nefnilega máltækið margur er knár þó hann sér smár. Þessir bílar, sem eru yfirleitt innan við 60 hestöfl komast beinlínis allt og mörg dæmi þess að þeir hafi hreinlega flogið framúr ógurlegum torfærutröllum sem setið hafa föst. Stutt hjólabil, snaggaraleg bygging og það hversu PB250119léttir þeir eru gera þá færa í flestan s(n)jó. Þessi er líklega árgerð um 1985.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 59
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 339
  • Frá upphafi: 420312

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 232
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband