Háspennulínur; andstæður

Eins og undarlega og það kann að hljóma frá hörðum umhverfissinna sem ég er hef ég löngum heillast af háspennulínum. Eitthvað hef ég nú tekið myndir af þeim og hér eru tvær raflínumyndir þar sem andstæðurnar, heitt og kalt, lítið og stórt kallast skemmtilega á:

P4210025

 

 

 

 

 

 

 

 

P5270085Efri myndin er tekin í apríl 2007 í Vaðlaheiði og sýnir raflínu af eldri gerðinni, með A-laga "þverslám". Mér skilst að elstu dreifilínur hafi verið með þessu lagi, en þessi mun reist um 1940.  Þarna var hitinn í kringum -5°C það er svipað og lægsta skráða hitastig sem mælst hefur þar sem neðri myndin er tekin. Flestar myndirnar á þessari síðu eru teknar í Eyjafirði en þótt ótrúlegt megi virðast þá er þessi mynd ekki þaðan Smile.  Nei, þetta þriggja hæða háspennumastur er staðsett  í Orlando í Florida, USA. Myndin er tekin í maí 2008. Mér fannst svolítið magnað að hugsa til þess að hér má ekki einusinni tjalda nema í 10m fjarlægð frá háspennulínum og stærstu línur hér eru nú bara eins og túngirðingar miðað við þessa. Þessi lá hins vegar þvert í gegn um íbúðarhverfi og á sumum stöðum nánast í bakgörðum húsa. Óvenjulangt var til línunar frá húsinu sem ég tók þessa mynd við. Og af því að ég minntist á hitastig þá var aðeins hlýrra þarna heldur en í Vaðlaheiðinni eða 32°C.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband