Afrek er afstætt hugtak

Einn blautan og kaldan vetrardag fyrir fáeinum árum var ég að mæta í fyrirlestur í Háskólan á Akureyri klukkan 8,10. Ég var mættur snemma eða rétt um átta. Fólk var að týnast í salinn en ca. 7 mínútur yfir komu inn tveir kvenmenn með ógurlegum fyrirgangi. Voru þær másandi og blásandi, rennblautar og dæstu "úff" og "jahérna" o.s.frv. Þær voru vel dúðaðar í goretex regnföt, í gönguskóm og gætu af búnaðinum að dæma verið á leið í langa háfjallaferð. Þær settust fáeinum sætaröðum frá mér og gerðu grein fyrir afreki sínu við sessunautana. Þær höfðu gengið frá stúdentagörðunum í Giljahverfi! Í þessu líka veðri ! ( það var nokkuð stíf norðanátt, hiti um frostmark og slyddurigning ). Til er að gera langa sögu stutta þá er þessi leið frá Giljahverfi niður í Sólborg um 1km, (tíu mínútna labb) og að mestu niðri móti. Þær virtust "hetjur dagsins" en annars staðar í salnum sat annar maður sem þagði þunnu hljóði. Hann hafði gengið af Eyrinni, rúmlega tvöfalt lengri leið uppímóti líkt og hann gerði hvern einasta dag og þótti ekkert tiltökumál.  Og af því að ég minntist á klæðnað, þá var hann aðeins í þunnum sumarjakka og gallabuxum en að sjálfsögðu með húfu. Lesendur geta svosem giskað á hver þetta er...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband