Hús dagsins: Hafnarstræti 3

p3110017.jpg Þar sem nú er Hafnarstræti 3 mun eitt fyrsta íbúðarhús Akureyrar hafa staðið. Var það reist 1777 fyrir kaupmann einokunarverslunarinnar, en á þeim tíma var  engin föst búseta á Akureyri heldur aðeins verslað á sumrin. Þarna stóðu einnig eldri hús frá einokunartímanum. Öll eru þessi hús horfin en íbúðarhúsið brann ásamt öllum húsum á þessum reit ( nema Laxdalshúsi ) í  stórbruna 1901. Húsið sem nú stendur á lóðinni reisti Sigtryggur Jónsson árið 1902 fyrir Klemenz Jónsson, en hann hafði búið í eldra húsinu. Húsið mun hafa komið tilhöggvið og er nokkuð dæmigert fyrir norsk sveitser hús, með útskornu skrauti á kvisti og skrautgluggum. Í þessu húsi var fyrsta símstöð Akureyrar og tók hún til starfa 1914 og var í húsinu um tíu ár. Þetta hús hefur lengst af verið íbúðarhús og nú eru líklega þrjár íbúðir í því en gætu hafa verið fleiri. Upprunalega mun þetta hins vegar hafa verið einbýlishús. Þessi mynd er tekin 11.mars 2007.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband