Hús dagsins: Aðalstræti 15

P3110018Aðalstræti 15 reisti Sigtryggur Jóhannesson timburmeistari fyrir Magnús Kristjánsson árið 1903. Var húsið reist á uppfyllingu sem fengin var úr brekkunni ofan við götuna. Byggingargerð hússins er nokkuð sérstök, en það er plankabyggt. Húsið mun þannig byggt úr viðarplönkum, sem er hlaðið upp líkt og múrsteinahleðsla. Þetta hús var ef ég man rétt bárujárnsklætt þar til fyrir fáum árum, en nú er það klætt panel með kögruðum skrautlistum undir gluggum. Þeir munu hafa haldið sér frá upphafi. Húsið mun alla tíð hafa verið vel við haldið og talið einstaklega vel viðað. Nú eru að ég held tvær íbúðir í húsinu, ein á hvorri hæð. Þessi mynd er tekin í mars 2007. Næsta hús við hliðina, Aðalstræti 13, sem hér sést vinstra megin við 15, skemmdist töluvert í bruna sl. sumar. Af því húsi er það að frétta að endurbætur eru í gangi á því og virðist þeim miða vel áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 318
  • Frá upphafi: 420193

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 230
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband