Hús dagsins: Lækjargata 3

P3110021Lækjargata 3 stendur á skemmtilegum stað neðst í Búðargili. Húsið reisti maður að nafni Sigfús Jónsson árið 1896. Húsið er af nokkuð sígildri gerð timburhúsa þess tíma, einlyft með miðjukvisti og risið er portbyggt. Portbygging er þannig að í stað þess að ris myndi horn við gólfflöt hæðar er veggur eða upphækkun milli gólfs og þaks. Þetta má glögglega sjá á Lækjargötu 3, þar sem gluggar rishæðar  liggja neðar en þakkantur. Þetta fyrirkomulag nýtir mun betur gólfflöt rishæðar. Lækjargata 3 var alla tíð íbúðarhús, þar munu lengst af hafa búið efnamenn og húsinu því vel við haldið. Laust fyrir 2000 var húsið hins vegar orðið hrörlegt, enda hafði það staðið yfirgefið um árabil. Um það leyti hófst endurgerð þess sem nú mun lokið, en er langt komin þegar þessi mynd er tekin 11.mars 2007. Nú er húsið allt hið glæsilegasta. Meðan endurbygging hússins stóð yfir var m.a. skipt um kjallara, en húsinu var lyft af grunni, grunnurinn rifinn og nýr steyptur í staðinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband