Hús dagsins: Hafnarstræti 90

 

Hafnarstræti 90 var reist 1898 fyrir Kaupfélag Eyfirðinga. Ekki er mér kunnugt um hver var byggingarmeistari. Hafði félagið þar sínar skrifstofur allt þar til það fluttist í stórhýsi sitt rétt ofan og hinu megin Hafnarstrætisins 1930. Upprunalega var þetta hús mikið minna og látlausara, einlyft með risi og líkast til eitthvað mjórra en nú, en nú er grunnflötur hússins svo til ferningslaga. Líklegast hefur húsinu verið breytt smátt og smátt í núverandi horf; eftir því sem efni og aðstæður gáfu tilefni til. Kvistskraut á framhlið er undir sterkum áhrifum frá Sveitserhúsum sem voru vinsæl meðal efnamanna í upphafi 20.aldar. Ýmis starfsemi hefur verið í húsinu í þá 11 áratugi sem það hefur staðið, skrifstofur, verslanir og ýmis konar þjónusta og íbúðir á efri hæð. Framsóknarflokkurinn hafði um tíma aðsetur í húsinu. Nú er rekin þarna antikbúðin Frúin í Hamborg á neðri hæð en íbúð er á þeirri efri. Þessi mynd er tekin í apríl 2006 og er húsið óbreytt frá því nema hvað að nú er það gult að lit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband