Mikil átök

Flestir kannast við að vera búnir að púla í ræktinni eða löngu hlaupi eða boltaleik að þá er alveg nauðsynlegt að svala þorstanum. Segjum sem svo að þú sért búin(n) að taka vel á því og þambar hálfan líter af ísköldu vatni í einum rykk. Mjög kalt vatn úr krana er kannski 7°C og gefum okkur að það sé hitastig vatnsins.  Sennilega kemur það mörgum á óvart að líklega fer mun meiri orka í vatnsdrykkjuna en æfinguna sjálfa W00t.

Lítum aðeins á málið: Líkaminn þarf  að hita vatnið upp í 37°C eða um 30 stig. Vatn hefur eðlisvarman 4,184J/g °C (eða það þarf 4,184 Joule til að auka hitastig 1g af vatni um 1°C; þessi stærð kallast hitaeining eða kaloría.) Til þess að hita þennan hálfa lítra af vatni um 30 gráður þarftu 4,184J/g°C * 30°C * 500g = 62760J. Setjum þetta í  samhengi við stöðuorku, U=mgh. Setjum 50 kg í jöfnuna. 62760= 50kg*9,82M/s²*x. x=62760/491=127,82m. Með öðrum orðum, þetta er sambærileg orka og þarf til að lyfta 50kg um 128m. Það þýðir m.ö.o. að svipuð orka fer í að hita vatnið eins og að bera stóran sementspoka upp á 25.hæð í háhýsi !

ps. þetta dæmi er að sjálfsögðu mikil einföldun á raunveruleikanum, en gefur ákveðna vísbendingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 32
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 503
  • Frá upphafi: 436858

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 325
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband