Hús dagsins: Strandgata 17

p2100009.jpgÞeir sem keyrt hafa gegn um Akureyri ættu að kannast við þetta hús en Þjóðvegur 1 (Glerárgata) liggur aðeins nokkra tugi cm frá vesturgafli þess. Einhvern tíma stóð til ( er ekki klár á því hvort það var aðeins hugmynd eða hvort það fór inn á skipulag ) að vesturhluti hússins viki fyrir breikkuðum akreinum götunnar. Húsfriðunarfólk setti sig hinsvegar á móti því, enda húsið komið vel til ára sinna. En húsið reisti danski kaupmaðurinn P. Tærgesen árið 1885. Húsið mun hins vegar ekki fengið núverandi lag fyrr en löngu seinna. Upprunalega var aðeins einn kvistur en um 1908 var húsið stækkað til vesturs og þá reistur kvisturinn fjær á myndinni. Ljósastaurinn sem ber í húsið markar nokkurn vegin skiptinguna milli eldri og yngri hlutans. Þá hafa verið forstofubyggingar austanvið og bakatil og húsið forskalað* með skeljasandsmúr. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús en einnig verið í því ýmis starfsemi samhliða. Nú eru íbúðir á efri og neðri hæð hússins en í vesturhlutanum er skrifstofa Happdrættis SÍBS. Þessi mynd er tekin 11.febrúar 2007.

*Múrhúðuð timburhús eru sögð vera forsköluð. Er nokkuð viss um að orðið komi úr dönsku eða einhverju norrænu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband