Húsaannáll 2009

Það hefur um nokkurt skeið staðið til hjá mér að gera einhverja samantekt á þeim húsaumfjöllunum sem ég hef birt hér á síðunni. Þetta eru orðin mörg innskot og kannski ágætt að koma einhverju skipulagi á þetta. Áramót eru einmitt kjörið tækifæri fyrir þess háttar  yfirlit. Þetta þýðir þó engan vegin að ég sé hættur þessu. Ég á enn nokkrar óbirtar húsamyndir og auk þess eru nokkur merk hús hér í bæ sem ég á eftir að mynda en finnst eiginlega skylda að taka fyrir hér á síðunni fyrst ég er að þessu á annað borð.  Ég hef ekki sett mér neinar reglur eða skipulag í þessum umfjöllunum, nema ég eigi af húsunum mynd og að öllu jöfnu eru þetta eldri hús sem ég tek fyrir. Stundum er mikil saga á bak við þau en önnur hefur mér einfaldlega þótt það athygliverð að ég hef fest þau á mynd. Oftar en ekki hef notað e.k."eitt leiðir af öðru" reglu, þ.a. ég hef kannski tekið fyrir hús í sama bæjarhluta eða sömu götu í röð. Annars er þetta bara tilviljanakennt hjá mér enda hef ég ekki ætlað mér annað. Pistlana hef ég stuttorða enda eru þeir orðnir til í kringum myndirnar en ekki öfugt. Þá þykir mörgum óspennandi og óþægilegt að lesa langa texta af tölvuskjá. Einhverjum kann að þykja pistlarnir þunnir og skauta yfir ýmislegt en þeim er alls ekki ætlað að vera tæmandi upplýsingar. Ég skrifa einfaldlega það sem ég hef kynnt mér gegn um tíðina og man þá stundina en ef ég fletti einhverju sérstaklega upp eða hef eitthvað eftir sem ég hef aðeins séð á einum stað vísa ég að sjálfsögðu í þær heimildir. Þá er lesendum velkomið að bæta einhverju við nú eða leiðrétta eitthvað  því sem áður segir eru pistlarnir alls ekki fullkomnir. En þá að yfirlitinu. 

JÚNÍ

25. Fyrsta hús dagsins var Norðurgata 17, Gamla Prentsmiðjan eða Steinhúsið. Það hús á stórafmæli á nýju ári, 130 ára.

26. Ég hélt mig í Norðurgötunni og tók fyrir jafn gamalt hús Norðurgötu 11. 

30. Lundargata 2.

JÚLÍ

3. Hafnarstræti 18, Thuliniusarhús

9. Hafnarstræti 31-41.

13. Nokkur eldri steinsteypuhús, Brekkugata 12, Grundargata 7 og Oddeyrargata 6.

16. Aðalstræti 16.

20. Þennan dag brann Aðalstræti 13 og hljóp ég þá til og tók af því myndir. Þetta er eini húsapistillinn hingað til sem er tengdur við fréttir á MBL. Endurbætur á húsinu standa yfir þegar þetta er ritað.

Daginn eftir, 21., tók ég fyrir Lækjargötu 6. Það hús brann einnig og var byggt af sama aðila. Það hús var hinsvegar gert upp og það með miklum sóma. 

23. Strandgata 37-45.

28. Strandgata 49, Gránufélagshúsin.

ÁGÚST

2. Hafnarstræti 11, Laxdalshús. Elsta hús Akureyrar.

10. Hafnarstræti 57, Samkomuhúsið.

12. Hafnarstræti 53, Gamli Barnaskólinn.

17. Aðalstræti 14, Gamli Spítalinn.

20. Aðalstræti 4, Gamla Apótekið.

21. Hafnarstræti 96.

25. Hafnarstræti 94.

27. Hafnarstræti 98.

31. Hafnarstræti 91-93, KEA húsin.

SEPTEMBER

6. Strandgata 27.

14. Lundargata 15. 

OKTÓBER

1. Norðurgata 2 og Strandgata 23.

7. Strandgata 4, Nýja Bíó. 

16. Gránufélagsgata 39-41.

21. Aðalstræti 50.

28. Aðalstræti 46, Friðbjarnarhús.

NÓVEMBER

4. Strandgata 3 og 7, Berghóll (áður Strandgata 5).

9. Strandgata 9-13. 

13. Strandgata 11b.

21. Akureyrarkirkja.

22. Minjasafnskirkjan við Aðalstræti.

25. Hafnarstræti 20. 

26. Hafnarstræti 3.

DESEMBER

3. Aðalstræti 15.

5. Lækjargata 3.

11. Hafnarstræti 90.

19. Strandgata 17.

25. Jólahúsið í Eyjafirði. 

Alls eru þetta 36 pistlar og húsin líklega á milli og 50 og 60. Mér sýnist, án þess að telja það nákvæmlega að flest húsin sem ég hef fjallað um séu í Hafnarstræti og Strandgatan sé í öðru.  Aðalstræti kemur þá líklega í þriðja. Afkastamestur hef ég verið yfir hásumarið, júlí og ágúst. Ef menn vilja skoða þessar færslur er hægt að fara til baka í dagatalinu hér til hliðar og velja dagsetninguna. Ég gafst eiginlega upp á að reyna að búa til tengil á hverja einasta færslu, það hefði verið ógurleg handavinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hahaha já það verk hefði enst þér langt frameftir vetri :)

Ragnheiður , 3.1.2010 kl. 19:30

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já, rétt er það : ). Þó maður hefði farið fljótlegustu mögulegu leið hefði það verið heilmikið verk, auk þess sem einhverjir tenglar hefðu örugglega ekki virkað e.þ.h. vesen.

Arnór Bliki Hallmundsson, 3.1.2010 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 324
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband