Á göngu

Fátt þykir mér eins skemmtilegt og að ganga. Skiptir þá litlu hvar það er, en í 99,9% allra tilfella fara mínir göngutúrar fram innan gatnakerfis Akureyrarkaupstaðar. Ég nota göngur bæði sem samgöngumáta og afþreyingu og þó að ég gangi kannski sömu leiðinni mörg hundruð sinnum fæ ég aldrei leiða á þeim. Því það er nefnilega alltaf eitthvað nýtt að sjá- kannski eru einhverjir skrautlegir bílar á ferð, kannski hittir maður eða sér einhvern og á sumrin eru það skemmtiferðaskipin. Gróðurinn er náttúrulega síbreytilegur á vorin, snjóalögin á veturna eru líka síbreytileg og svona mætti lengi telja. Oft er ég raunar svo upptekinn af umhverfinu að ég set sjálfan mig í stórhættu við umferðargötur og stundum missi ég af fólki sem ég mæti og veifar til mín, sökum þess. Ég er oftast nær með MP3-spilara í eyrunum eða útvarpið og tilfellið er að ég gæti mín frekar en annars með slíkar græjur. Því þá er ég meðvitaður um það að ég heyri kannski ekki í umhverfinu og er því sífellt skimandi aftur fyrir mig eða til beggja hliða. En ég passa mig ævinlega á að hafa ekki svo hátt stillt að ég heyri ekki í umferðinni. 


Bloggfærslur 13. júní 2015

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 308
  • Frá upphafi: 420183

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 221
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband