Hús dagsins: Hafnarstræti 99-101; Amaróhúsið

Í fyrirsögninni segi ég 99-101 en raunar er það mestmegnis sá hluti sem telst 99 sem sést á myndinni. PA230012En á þessum lóðum stóðu lengi tvö hús, timburhús byggð um aldamótin sem nú eru eðlilega löngu horfin. Því þetta hús er orðið hálfrar aldar gamalt, byggt árið 1960 af athafnamanninum Skarphéðni Ásgeirssyni. Þarna hefur frá upphafi verið starfrækt verslun undir nafninu Amaro en þetta mun hafa verið ein  fínasta og veglegasta verslun í bænum og gott ef ekki á landinu öllu og að mörgu leyti á undan sinni samtíð. Þetta var alls herjar vöruhús- og ein fyrsta verslunarmiðstöðin eða vísir að slíkri hér á landi. Húsið er tvær álmur, steinsteypt og er önnur álman, sú nyrðri (101) fjögurra hæða en sú syðri (99) er sex hæðir og nær uppá  brekkubrún þar sem ganga má yfir í næstu byggingu Hafnarstræti 97 (Krónan) og út á Gilsbakkaveg. En í Amarohúsinu er alls konar starfsemi, verslunarmiðstöð á fyrstu hæð, sjónvarpsstöðin N4, Heilsugæslan og allskonar skrifstofur og atvinnustarfsemi. Þessi mynd er tekin 23.10. 2010.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 308
  • Frá upphafi: 420183

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 221
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband