Svipmyndir af bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar 17.júní 2011

Að venju kíkti ég á Bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar 17.júní sl. og að venju var ég með myndavélina með mér. Þarna kenndi að sjálfsögðu ýmissa grasa, þarna voru gljáfægðir sportkaggar, gamlir traktorar, jepplingar, jeppar og risatrukkar og bara allskonar tryllitæki. Hér koma nokkrar svipmyndir en ég læt myndirnar mest tala sínu máli.

P6170053   P6170055

Hér eru t.v. Cadillac Sedan Deville árgerð 1965. Vélin er V8 429 (sem þýðir 429 kúbiktommur eða u.þ.b. 7000 rúmcentimetrar ). En þessum er búið að breyta þ.a. að hann gengur líka fyrir vetni! Til hægri má svo sjá Porsche 911 Supercharged. Hann er með 3,6 l SC vél sem skilar litlum 400 hestöflum.

P6170063 p6170058_1093382.jpg

Hér er 2011 árgerð af Chevrolet Camaro. Þessi 426 hestafla kaggi er sprautaður eins og einn af Transformers tryllitækjunum, Bumblebee (Hugnangsfluga). Hann er í svipuðum litum, Ford Mustanginn til hægri en hann er töluvert miklu eldri, árgerð 1970. Vélin er 351 kúbiktommur eða ca. 5,7l og hestöflin hlaupa örugglega á hundruðum.

P6170067        P6170078

 P6170076  P6170073

Hér eru nokkrir valinkunnar fulltrúar jeppa, allir komnir á virðulegan aldur. Land Roverinn, er af árgerð 1970, dísilknúinn en þessi gengur dags daglega á matarolíu eða lífdísil. Opnun húdds er afar sérstök eins og sést, líkt og sardínudós. Til hægri að ofan er svo frambyggður bíll af gerðinni UAZ 467 en flestir þekkja svona trukka undir nafninu Rússajeppar. Þessi er árgerð 1974. Ford Broncoinn að neðan t.v. er einnig árgerð 1974. Range Rover er jafnan talin fyrsti "lúxusjeppinn" en framan af voru jeppar almennt mjög gróf og "hrá" farartæki, etv. frekar í ætt við landbúnaðartæki eða vinnuvélar. Þetta eintak er árgerð 1982. 

P6170083  P6170080       Og hér eru tveir knáir á sextugsaldri, Land Roverinn er árgerð 1954 en Willysin árinu eldri, árgerð 1953. Þessi Land Rover var  fyrsti læknabíllinn sem kom á Hvammstanga og er verið að gera hann upp.  Sjálfsagt er einnig mikil saga á bakvið Willysin líka en geta má nærri að þessir bílar hafa reynt ýmislegt á tæpum 60 árum. 

Ef einhver kannast við einhver þessara tryllitækja, tæknilegar upplýsingar eða sögu á bakvið þau þá er slíkt vel þegið hérna  í ummælakerfið. Ég læt aðallega myndirnar tala sínu máli en alltaf gaman að fá frekari upplýsingar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 587
  • Frá upphafi: 420789

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 469
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband