Hús dagsins: Hafnarstræti 63; Sjónarhæð.

Undir bröttu brekkunni sem liggur að segja má milli Innbæjar og Miðbæjar standa nokkur glæsileg stórhýsi frá því um aldamótin 1900. P7090150Stærst og mest áberandi eru Samkomuhúsið (1906) og Gamli Barnaskólinn (1900) en syðst og elst er Hafnarstræti 49, Hvammur (1895). Þessi hús voru reist eftir "nákvæmum" mælingum á miðjunni milli Oddeyrar og Innbæjar en staðsetningin var í meira lagi óhentug, snarbrött og illfær brekka niður í sjó.  En nyrst í þessari húsatorfu, á einni víðlendustu lóð innan þéttbýlis á Akureyri, stendur þetta glæsihýsi, Hafnarstræti 63. Húsið á stórafmæli í ár, 110ára, en það reisti breskur maður, Frederic Jones árið 1901.  Húsið er tvær- þrjár álmur, önnur tvílyft með lágu risi, nærri ferningslaga að grunnfleti en hin er einlyft og talsvert löng, með lágu risi. Kjallari er undir húsinu og suður úr honum er steinsteypt, einlyft bygging með flötu þaki. Gæti ég trúað að það sé seinni tíma viðbygging. Einlyfta byggingin er sennilega byggð sem samkomusalur en tveggja hæða álman sem íbúðarhús, en Frederic var trúboði og reisti húsið undir safnaðarstarfsemi en hann stofnaði, ásamt öðrum landa sínum, Arthur Gook  Sjónarhæðarsöfnuðinn. Sá síðarnefndi gegndi um áratugaskeið forstöðu í söfnuðinum, sem enn hefur sitt aðsetur í húsinu og er etv. þekktastur fyrir hinar vinsælu sumarbúðir fyrir börn á Ástjörn, en þær hófu starfsemi 1946 og var Gook meðal upphafsmanna þeirra. Arthur Gook var um margt merkilegur maður, mikill grúskari og frumkvöðull á mörgum sviðum. Hann starfaði við kennslu og mun t.d. fyrstur manna hafa kynnt knattspyrnu fyrir Akureyringum 1908, stundaði lækningar og einnig mikilvirkur í fjölmiðlun; starfrækti blaðaútgáfu og 1928 startaði hann útvarpsstöð á Sjónarhæð- tveimur árum áður en Ríkisútvarpið hóf útsendingar! En sem áður segir þá hefur söfnuðurinn enn aðsetur í húsinu. Ekki veit ég nákvæmlega hvernig það er innréttað en líklegt þykir mér að salur sé í lágu byggingunni og íbúð í þeirri hærri en í kjallaraútbyggingu er hins vegar prentsmiðja. Húsið í mjög góðu ásigkomulagi sem og umhverfi þess; lóðin, sem telur þúsundir fermetra upp að brekkubrún við Eyrarlandsveg,  er mikið gróin og skógi vaxin. Þessi mynd er tekin að kvöldlagi 9.júlí 2011.

Heimildir: Steindór Steindórsson (1993). Akureyri, höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur. 

Einnig netheimildir sem ég vísa beint í með tenglum í texta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 308
  • Frá upphafi: 420183

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 221
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband