140. húsapistillinn...

Pistillinn um Gránufélagsgötu 22 sem ég birti núna áðan var skv. lauslegri talningu minni pistill númer 140. Árið 2012 er 150 ára afmælisár Akureyrar- og af því tilefni- ætla ég einmitt að hafa pistil nr. 150 sérstaklega veglegan. Miðað við meðalafköst mín sl. mánuði þ.e. um einn pistill á viku gæti þessi pistill birst um og eftir miðjan apríl. Þá hef ég látið mér detta í hug, að 150 pistlum liðnum, að setja saman einskonar söguágrip Akureyrar gegn um húsin. Það gefur hinsvegar auga leið að 150. húsapistillinn yrði að fjalla um eitthvert mjög sérstakt hús, sögufræga byggingu eða vel þekkt kennileiti á Akureyri. En þar er etv. úr vöndu að ráða- þar sem ég er örugglega nú þegar búinn að fjalla um nokkuð mörg hús sem falla undir þetta. (Mér hefur svosem látið mér detta í huga eitt sérstakt hús). En nú er ég að spá hafið þið, lesendur góðir, einhverjar góðar hugmyndir um "kandídat" fyrir "afmælishátíðarpistilinn" númer 150? Tek allar hugmyndir til greina og íhuga vandlega Smile.

ATHS. Bætt við 25.apríl: Við ítarlega talningu kom í ljós að mér hafði skeikað um þrjá, þ.a. að Gránufélagsgata 22 var í raun nr. 137. En það breytir ekki fyrri ákvörðun um 150.pistilinn en ég hef hinsvegar leiðrétt númerin á pistlunum í samræmi við þetta. Biðst ég, lesendur góðir, velvirðingar á þessum mistökum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi,

Mér finnst auðvitað Oddeyrargata 10 verðskulda athygli enda fædd þar. Ef mig misminnir ekki byggði langafi þinn sinn hluta af húsinu. Þegar gatan var breikkuð var garðurinn að vísu minnkaður mikið og tréð góða nýtur sín ekki mjög vel. Það var líka gróðurhús á bak við húsið þar sem amma ræktaði m.a. tómata. Ég man líka eftir graslauk sem óx í kringum eitt tréð í garðinum.  Húsið er auðvitað ekki merkilegt fyrir útlit sitt, bara merkilegt í augum þeirra sem þykir vænt um það.

Sjáumst og góð kveðja,

Magga

Margrét Harðardóttir (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 09:38

2 identicon

Hvað með Hvamm?

Mummi (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 10:26

3 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já, Oddeyrargötu 10 mun ég klárlega taka fyrir, hvort sem hún lendir númer 150 eður ei. (Raunar hefði það auðvitað átt að gerast í gær, en þá var fæðingardagur langafa, 14.febrúar.) Þá verður nú ágætt að hafa þessa sögu um garðinn- býst einnig við að amma muni nú eitt og annað um húsið.  Svo er annað hús sem ég ætla einnig að fjalla um hér einhverntíma- en það er að sjálfsögðu Melgerði :)

Kveðja að norðan, Arnór.

Arnór Bliki Hallmundsson, 15.2.2012 kl. 20:03

4 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Hvamm hef ég að sjálfsögðu tekið fyrir sjá hér. En kannski maður taki einhverntíma byggingarnar á Hömrum fyrir.

Arnór Bliki Hallmundsson, 15.2.2012 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 28
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 601
  • Frá upphafi: 420854

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 489
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband